Fyrir svefninn.

Kennari í kaupstað einum var illa liðinn.
Hann gerði einu sinni eitthvað á hluta póstmeistarans
þar í kaupstaðnum, en póstmeistari kærði hann
fyrir lögregluþjóni. ,, Hvers vegna kastarðu helvítis
manninum í höfnina?" segir lögregluþjónninn.
,,Það er bannað að kasta rusli í höfnina",
  segir þá póstmeistari.

Uppkast af biðilsbréfi, talið vera eftir
Tryggva H. Kvaran.

                               Ég á ósk í eigu minni,
                               ofurlítið grey:
                               Að mega elska einu sinni,
                               áður en ég dey.

                               Að það sé svo undur gaman,
                               allir segja mér.
                               Eigum við að vera saman
                               og vita hvernig fer?


                                                Góða nótt.Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

GÓÐAR! 

Góða nótt, Milla góða frænka mín, sweet dreams

Eva Benjamínsdóttir, 23.1.2008 kl. 02:07

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þessi var frábær Hallgerður. ekki var nú orðheppninni fyrir að fara
þá frekar en nú. maður segir eitthvað sem kannski á ekki við, en hvað með það.
Takk Eva, mín góða frænka.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.1.2008 kl. 06:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.