Fyrir svefninn.
26.1.2008 | 19:48
Einu sinni fór Jón þessi að sækja yfirsetukonu yfir
að Jórunnarstöðum, en það var þórunn, kona
Páls Halldórssonar, sem bjó þar.
Hann var búinn að gleyma erindinu, þegar þangað kom,
og kvaðst ekkert segja í fréttum.
Þórunn bauð honum inn og gaf honum spónamat í aski,
en meðan hann mataðist, spurði hún hann:
,,Hvernig líður konunni þinni núna Jón minn?
Er hún frisk ennþá?"
þá rankaði hann við sér og svaraði:
,, Já eftir á að hyggja, er ég kominn til að vitja þín.
Helga mín er lögzt".
þegar Þórunn sagði, að ekki væri þá vert að tefja,
en leggja þegar af stað, gall Jón karlinn við:
,, Ekkert liggur á, lasmaður: Það yddi bara á
kollinn er ég fór að heiman".
Lasmaður var orðtak hans.
Karl á næsta bæ við Reynistað í Skagafirði hafði fengið
að mala korn þar heima.
Húsfreyjan hafði orð á því, svo að karlinn heyrði,
að kvörnin eyddist.
Konan var haldin vergjörn. Karl kvað:
Kvarnalánið þakka ég þér,
þó að lítið segi.
Bilar það, sem brúkað er
bæði á nóttu og degi.
Góða nótt.
Athugasemdir
Fín saga hjá þér Milla. Ég vildi endilega óska þér til hamingju með það að bloggið þitt er í sunnudagsmogganum, þ.e. ágrip af blogginu um barnaverndarnefndirna.
Annars bara góðar kveðjur úr Borgarnesi
Gísli Sigurðsson fyrrum nágranni.
Gísli Sigurðsson, 26.1.2008 kl. 21:00
Já, alveg yndislegt hjá þér Milla mín takk fyrir mig. Systur mínar voru himinlifandi með saltfiskinn. Þær eru nýfarnar og ég er að detta oní tölvuna en lofa þér að skrifa betur um réttinn góða.
kveðja og góða nótt
Eva Benjamínsdóttir, 27.1.2008 kl. 03:46
Hallgerður einkunnarorð mitt er:
,,Ef skipulagið er viðhaft, þá ganga hlutirnir upp"
Stelpurnar mínar segja alltaf já! já! mamma við höfum heyrt þetta áður,
og ég segi: ,,Nú er það"
Þetta var gott hjá afa þínum. þú ert sem sagt ættuð að austan að
einhverju leiti. Þú ert nú ekki austangola að ástæðulausu.
Afi minn Þorgils Ingvarsson var útibússtjóri Landsbankans á Eskifirði
bjó þar með ömmu Guðrúnu Ágústínu Wedhólm
á árunum 1923='32 c.a. eignuðust þau þrjú börn.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.1.2008 kl. 10:40
Eva mín ekki stendur á því hjá þér bara búin að elda réttinn,
gott að allir voru ánægðir með hann.
hlakka til að heyra hvernig þú matreiddir hann.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.1.2008 kl. 10:42
Takk fyrir það Gísli gaman að heyra í þér.
Héðan er allt gott að frétta, sit hér í góðu veðri
engin snjór, en við hljótum nú að fara að finna fyrir því eins og þið sunnamenn.
Kveðja til ykkar allra
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.1.2008 kl. 10:46
Sæl Milla mín. Svona gerði ég með hliðsjón af þinni uppskrift.
Minn saltfiskur var með roði, (ég mæli aldrei neitt nákvæmlega).
Ég sauð fiskinn í fimm mín, roðfletti og úrbeinaði.
Notaði buff lauk nokkuð stóran sem ég átti og saxaði smátt.
5 hvítllauksrif , 1 stk rauðan chile pipar saxaði niður og 1 sítróna.
Steikti þetta létt á pönnunni og hellti yfir safa úr einni sítrónu.
Blandaði tómatpuré 140 gr. dós út í og fyllti dósina af vatni og sauð saman í 10 mín. Bætti strerkum blönduðum pipar og smá vatni í viðbót. Lét saltfiskinn varlega út í og lét malla við láan hita í fimm mín.
Sætar kartöflur og brokkolí gufusauð ég sér og raðað á botninn á fatinu. Fiskurinn fór yfir það og skreytti með ferskum tómötum, brokkolí og steinselju. Parmigiano Reggiano osturinn rifinn yfir og hafður með.
Sleppti alveg pastanu og graslauknum, hann var ekki til.
Maturinn var sérstaklega góður og í gegnum allt mátti finna ferskt sítrónubragð. Eitthvað svo suðrænt og ferskt. Með rúgbrauði og smjöri. Dömurnar alsælar og ég með frumburðinn.
Ég drakk cider með en dömurnar komu með flott Riesling hvítvín úr Moseldalnum. Ég ætla að geyma þessa fallegu hálslöngu flösku fyrir rós. Þær færðu mér líka 9 stórar bleikrauðar rósir sem fóru vel á Mexíkónska dúknum á borðinu.
Eftirréttur Evu: Ís og grjónabúðingur með súkkulaði og jarðaberjasósu.
Milla mín, þú kveiktir á þessum spuna og er ég þér afar þakklát
Bestu kveðjur til þín, eva frænka.
Eva Benjamínsdóttir, 27.1.2008 kl. 14:22
Eva þetta er bara nýr réttur og ég ætla sko að prufa hann.
Svo ert þú að tala um að ég hljóti að vera flink, en þú ert snillingur
og eftirrétturinn, hann er að mínu skapi.
Heldur þú ekki að við höfum fengið flink heitin frá mæðrum okkar,
það var allavega svoleiðis heima hjá mér að maður átti að læra alla hluti
hvort sem maður þurfti að hjálpa til eður ei, mér fannst þetta yfirmáta skemmtilegt og er ævilega þakklát mömmu fyrir allt sem hún kenndi mér.
Kveðja.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.1.2008 kl. 15:23
Flinkheitin eru í ættinni, ekki spurning. Sammála þetta er fín lausn á: Hvað á ég að gera við saltfiskinn til að teyja lopann lengra og vera nýtin á það sem til er.
Alger veisla!
Góða nótt mín kæra Milla. eva frænka
Eva Benjamínsdóttir, 28.1.2008 kl. 02:19
Þú manst: Aldrei að henda neinu,
vorum við ekki aldar upp við það?
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.1.2008 kl. 08:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.