Fyrir svefninn.

Baldur Baldvinsson á Ófeigsstöðum í kinn
er góðglettinn og á það til að skopast hóflega
að sér og sínum.
Þessa vísu kvað hann, er fjölgun varð í ættinni:
                   
                      Á fimmtudaginn fæddist lamb,
                      fagrar vonir rættust.
                      Við Ófeigsstaða-ættardramb
                      ellefu merkur bættust.

Egill Jónasson á Húsavík mætti kunningja sínum,
sem var arkitekt, og kastaði á hann kveðju.
Hann mun ekki hafa tekið eftir Agli og ansaði ekki kveðju hans.
Þá orti Egill:

                     Ekki fékk ég undirtekt
                     ---á því mína skoðun byggði,
                     að arkitekt með arkitekt
                     sé afar sjaldgæft fyrirbrygði.

                                                 Góða nótt.Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Baldur á Rangá og afi minn Jónas Hagan voru miklir vinir, það var svo gaman að fara með afa í heimsókn fram í sveit. Ég heyrði ýmsar vísur í þeim heimsóknum.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.1.2008 kl. 21:29

2 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Ó, hvað er gott að ljóðelskir eru hér. 

Góða nótt sleeping beauty Milla frænka mín, takk fyrir mig 

Eva Benjamínsdóttir, 1.2.2008 kl. 01:05

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gott átt þú að eiga þessar minningar Ásdís mín

Gott að þú nýtur þessara vísna Eva mín.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.2.2008 kl. 06:26

4 identicon

                        Ekki fékk ég undirtekt
                     ---á því mína skoðun byggði,
                     að arkitekt með eftikitekt
                     sé afar sjaldgæft fyrirbrygði.

 Prentvillupúkinn á ferð eða ásláttarvilla vinsamlegast leiðrétt.

Árni (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband