Þráinn Bertelsson. Uppáhaldspenninn.
3.2.2008 | 10:04
Uppáhaldspenninn, já svo sannarlega,
hef sagt það áður og segi það enn: ,,Maðurinn er snillingur."
Löggjafavaldið orðið pöntunarlager fyrir framkvæmdarvaldið,
er þetta ekki snilld að eiga allan þann orðaforða sem þessi maður á.
Hann er í Prag núna og segir frá skemmtilegum þaðan á milli þess
sem hann segir skoðanir sínar á hinum ýmsu málum,
eins og bloggmállýskur og andleg mótlæti.
þessi orðaforði sem er á stundum notaður í blogginu getur
að mínu mati verið illskiljanlegur,
en það er auðvitað mál hvers og eins að velja sér tungumál
fyrir sitt blogg, mér dettur nú í hug mál sem við krakkarnir notuðum,
er ég var ung, það var eitthvað sem endaði alltaf á sma, t.d.
esma æsma asma leisma mesma = ég ætla að leika mér.
Enn man þetta eigi svo gjörla.
Síðan ritar hann um andlegt mótlæti,
sem hann telur eigi að finna í sjúkdómaregistri
læknisfræðinnar.
mín skoðun er sú sama,það heitir víst, geðsjúkdómur af einhverri gerð
og sumum finnst, að eigi megi tala um hann,
mér finnst að það eigi að tala um hann fordómalaust eins og aðra sjúkdóma.
Við þurfum endilega að fara að leggja af stað út úr moldarkofunum.
Sammála er ég þessum manni í flestu, vegna þess að,
það er allt svo rétt sem hann segir.
Hlakka ég mikið til að lesa bók um hann sjálfan,
ekki það að mér hugnist ævisögur vel, yfirleitt hundleiðinlegar,
en þetta horfir öðruvísi við, hann skrifar hana sjálfur.
Góðar stundir.
Athugasemdir
Pistlarnir hans Þráins eru ótrúlega skemmtilegir
Góðan dag Milla mín
Ragnheiður , 3.2.2008 kl. 10:33
Já veist þú að ég get ekki orða bundist stundum, eiginlega alltaf,
Hann er ótrúlega trúr sjálfum sér og stundum hefur maður það á tilfinningunni að hann vilji segja meira.
Góðan dag til ykkar Steina
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.2.2008 kl. 11:34
Bíddu nú hæg, er hann að því? Er hann kannski að vísa í hana með dóntsúmíplísjeræt?
Hélt þau vera vini, en vinirnir etjast nú oft skemmtilega á.
Kveðja.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.2.2008 kl. 12:33
Þau eru bæði skemmtileg hver á sinn hátt. Þráinn er rithöfundur og Jenný bloggari. Ólíkir stílar og ekki sambærilegir finnst mér. Stundum á ég í mestu vandræðum með að lesa bloggmál en er að ná því. Ég elska pistlana hans Þráins og bíómyndirnar ég tala nú ekki um. Bloggið er tjáningarstíll, sem allir bloggarar ættu að fá að hafa í friði fyrir ritskoðun. Nógu er maður nú dauðhræddur við þetta allt saman og stutt í þunglyndið.
Eva Benjamínsdóttir, 3.2.2008 kl. 15:31
Ég hef ekki svo ég viti lesið eitthvað frá honum. Enda les ég nú meira eftir t.d. Þorgrím Þráinsson og Bryndísi Jónu. Meira svona unglingabækur get ég sagt ..
Gæti sem vel haldið að hann sé góður penni þar sem margir halda uppá hann og lesa bækurnar hans..
Knús
Róslín A. Valdemarsdóttir, 3.2.2008 kl. 15:37
Við Þráinn fengum okkur morgunkaffi saman í morgun og ræddum aðeins bloggmálið og skemmtun okkur vel yfir vitleysunni. Hann getur verið svo skemmtilega meinhæðinn að ég sem á að þekkja hann vel veit aldrei hvort hann er að tala í alvöru eða gríni.
Honum fannst gaman að Jenný skildi svara honum og skellihló af vitleysunni. Er ekki búinn að ákveða hvort hann ætlar að gerast bloggvinur hennar eður ei.
Ía Jóhannsdóttir, 3.2.2008 kl. 16:10
Hallgerður mín hann er nú ekkert að öfundast útí Jenný. Þráinn er mjög málvandur hvort sem það er í tali eða á ritvellinum.
Ía Jóhannsdóttir, 3.2.2008 kl. 16:13
Eva mín auðvitað á maður bara að rita það sem maður vill, en auðvitað hafa allir skoðun, setja hana fram og þó einhverjir hafi aðra skoðun þá er það allt í lagi, nei nei Eva mín engin þarf að vera hræddur við
ritskoðun því hún er engin
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.2.2008 kl. 16:21
Hæ Róslín ég er nú að vitna í skrifin hans í fréttablaðinu á
sunnudögum, þau eru alveg frábær.
jæja þú ert vöknuð og búin að jafna þig eftir gærdaginn?
Knús á þig
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.2.2008 kl. 16:25
Ég hefði viljað vera með ykkur í morgunkaffinu, hefði verið gaman að rökræða við hann.
Getur það verið að þessi maður sé óöruggur með sig, gæti trúað því.
Hvað segir þú Ía mín, er hann ekki búin að ákveða hvort hann ætlar að vera bloggvinur hennar eður ei.
Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.2.2008 kl. 16:32
Heheheh óöruggur með sig er hann nú aldeilis ekki.
Ía Jóhannsdóttir, 3.2.2008 kl. 16:48
Já Milla, ég vaknaði frekar snemma bara, og svona eiginlega búin að jafna mig eftir gærdaginn
Róslín A. Valdemarsdóttir, 3.2.2008 kl. 17:02
Ía mátti bara til að koma með einhverja tillögu, ekki er hann minni í mínum augum þótt hann væri það.
Flott að þú ert búin að jafna þig Róslín mín.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.2.2008 kl. 18:15
Já Hallgerður það er unun að lesa skrifin þeirra.
hvað meinar þú snúlla seint og illa með húmorinn,
hef ekki orðið vör við það.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.2.2008 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.