Helgin senn á enda.

Var búin að lýsa föstudeginum að mestu.
Þegar engillinn kom heim með tvíburana hringdi Milla jr.
og bað þær að koma til sín,
þær hlupu strax yfir ég vissi hvað var í gangi.
Það var nefnilega þannig að þær völdu sér
Japanskar dúkkur í verðlaun fyrir góðu prófin sem þær tóku fyrir jólin.
Þetta eru dúkkur sem þú getur hannað allt á og gert allt
mögulegt við, þær eru yndisfagrar,
og völdu þær sér þetta með hönnun í huga
og svo setja þær myndir af þeim á síðurnar sínar.
Þessar snúllur mínar verða málóðar er Japan ber á góma.
Á laugardeginum byrjuðu þær á því að fara í búð fyrir mig
og eitthvað versluðu þær fyrir sjálfan sig, afi ók þeim,
hann ok líka Viktoríu í fimleika.
Um fjögur leitið komu tveir snjókallar inn úr dyrunum,
eftir það var fjörið ekki umflúið.
Síðan komu Milla og Ingimar og við borðuðum saman,
ég var með sinneps gullach M/ k. mús og brauði.
ÍS og ávexti á eftir.
Fór ekki að sofa fyrr en um miðnættiðW00t gerast enn.
vaknaði ekki fyrr en átta í morgunn var að dúlla mér
þar til ég vakti þær um eitt leitið.
ég fór í að stytta tvennar gallabuxur af hvorri þeirra
var nú svolitla stund að því.
síðan fór ég fram til þeirra þar sem þær voru að borða
og sagði, snúllur sko, þá sagði önnur við hina, hvað verður nú?
þær vita nefnilega ef ég segi sko, þá eiga þær að taka eftir,
þær gera það líka, en þurfa aðeins að stríða ömmu sinni.
Þetta endaði eins og ævilega í heillöngum og skemmtilegum
umræðum. Fyrst talaði ég um skipulag,
sem er að þeirra mati uppáhalds-umræðuefnið mitt,
get nú viðurkennt það. Síðan var talað um menningu,
og aðallega Japans.
Þeim var svo skutlað heim um fjögur leitið með öll
herlegheitin, mamma þeirra var strax byrjuð að hjálpa þeim
að skipuleggja fast svæði fyrir þessa starfsemi.
Þetta var yndisleg helgi. Takk fyrir mig englarnir mínir allir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gaman hjá þér í dag. Það er gott.  Eigðu góða viku. 

Ásdís Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.