Fyrir svefninn.

Ein af sögum Gunnars frá Fossvöllum var þessi:
,, Ég var einu sinni," sagði hann, ,,farþegi á strandferðaskipi,
og eitt kvöldið, þegar við sátum í reyksalnum,
sagði ég söguna af frúnni í Reykjavík, sem þóttist orðin viss um,
að bóndi hennar héldi við vinnukonuna.
Það var nefnilega þannig, að húsbóndinn kom oft seint heim á kvöldin,
en hins vegar heyrði frúin oft umgang í stiganum upp á loft,
og nú taldi hún alveg víst, að eiginmaðurinn væri
að læðast upp á loft til vinnukonunnar.
Frúin hugsaði sér nú að koma bónda sínum í opna skjöldu.
Hún sagði vinnukonunni eitt kvöldið,
að hún mætti fara heim til foreldra sinna og þyrfti ekki að koma
fyrr en daginn eftir.
En sjálf fór  upp í vinnukonuherbergið,
háttaði í rúm hennar og slökkti ljósið.
Eftir góða stund heyrir frúin, að læðst er upp stigann
og einhver kemur inn, en hún lá og bærir ekki á sér.
Komumaður fer hljóðlega, fækkar fötum í dimmunni
og skríður undir sængin.
En þegar þau höfðu notið hvílubragða,
ætlaði konan að taka karl sinn heldur betur í karphúsið.
Hún teygði út höndina og kveikti ljós.
En henni varð þá heldur en ekki bilt.
Þetta var alls ekki bóndi hennar heldur kærasti vinnukonunnar.
en hvað haldið þið?" bætti Gunnar við.,, Þegar ég hafði sagt þessa sögu,
þá gall við virðuleg frú í áheyrendahópnum og sagði:
,, Bölvuð lygi er þetta! Eins og konan hefði ekki fundið muninn!" "

                                     Góða nóttSleeping
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

haha  þessi er góð

Raffy (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 22:44

2 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Já nokkuð góð :) Mig langar að svara spurningu þinni af síðunni minni, hún Linda er úr Sandgerði :) og ég er þaðan líka og man vel eftir þér þegar ég var barn, ég veit ekki hvort þú mannst eftir mér. kveðja Guðborg

Guðborg Eyjólfsdóttir, 5.2.2008 kl. 23:42

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahaha, en helv... góð aðferð við að grípa einhvern framjáhaldara glóðvolgan.  Vó hvað það hlýtur að vera gaman.

Knús á þig elsku Millan mín og fyrirgefðu hvað það er langt síðan ég hef kvittað, ég er svo óskipulögð.

Knús á þig kæra bloggvinkona

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.2.2008 kl. 08:03

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jú ég man eftir þér Guðborg mín, hvaða ár ert þú fædd?
ég þekki vel allt fólkið hennar Lindu og mikið er þetta sorglegt,
en svona er lífið, en það verður að halda áfram.
Standa ekki allir við bakið á henni?
                        Kær kveðja til ykkar og skilaðu kveðju til Lindu
                                     Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.2.2008 kl. 08:51

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jenný hún er góð þessi saga og auðvitað hefur hún fundið muninn.
Skipulag þar kemur eitt námskeiðið sem þú getur haldið,
ég skal vera aðalkennari hjá þér, er snillingur í skipulagi,
Matseðillinn fyrir Páskana er tilbúinn
Þú þarft nú ekkert að biðja afsökunar, veit af þér.
                 Knús á þig mín kæra vina.
                     Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.2.2008 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband