Já við viljum álver á Bakka við Húsavík.

Já við viljum álver á Bakka við Húsavík,
Það mundi ekki bara lyfta upp atvinnuuppbyggingu á
norðaustur horni landsins heldur einnig á
Akureyri og öllu eyjafjarðarsvæðinu.
Allt mundi lifna við, fyrirtæki sem hentuðu til þjónustu
álvers munu rísa, öll þjónusta mundi aukast, svo ég tali nú ekki um
verslanirnar sem mundu opna sín útibú hér á Húsavík.
Við í Norðurþingi erum framsýn og víðsýnið  í okkur er mikið,
einnig erum við hörkufólk sem látum ekki deigan síga.
Inn í þessa mannlýsingu tek ég ábúendur Akureyrar og aðrar
þær sveitir sem munu njóta góðs af, álveri á Bakka við Húsavík.
Stöndum og vinnum saman svo sómi verði af.
                        Góðar stundir.


mbl.is Vilja álver á Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Mér finnst Húsavík nógu góður bær. Ótrúlega krúttlegur, held að hann sé líklegasti bær á Íslandi sem gæti verið líkur Höfn ..
Svo mundu bara koma innflytjendur held ég til að vinna, ekki að ég hafi eitthvað á móti þeim, samt myndi bærinn breytast helling!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 8.2.2008 kl. 14:15

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Róslín við gerum okkur grein fyrir því að bærinn breytist hrikalega mikið í stuttan tíma, eitt til tvö ár er fljótt að líða, eftir það mundi allt falla í góðan farveg, þú sérð nú t.d. álverið í Hafnafirði.
Norðurþing þarf á þessu að halda, og við verðum bara að takast á við
þá erfiðleika sem upp á koma.
Öllum þykir vænt um bæinn sinn og líka þér.
Segja þér smá sögu.
Einu sinni var ég í brúðkaupi, það var hjá bróðurdóttur minni
veislan var æðisleg það voru allt fiskréttir nema einn kjötréttur.
Við fengum óspart að heyra það í veislunni að sko fiskurinn hefði verið veiddur í Hornafjarðarsjó, brúðguminn er frá Hornafirði og talaði hann óspart um það. þess vegna segi ég öllum finnst sinn bær bestur.
Minn bær er nefnilega Reykjavík, en ég mundi ekki vilja búa þar,
en þykir samt afar vænt um borgina mína.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.2.2008 kl. 14:50

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Verð bara að segja þér Milla mín, Hornfirskur fiskur er bestur, og humarinn, fólk sem kemur hingað að  borða humar hefur ekki smakkað betri humar! Höfum margoft heyrt það frá gestum að þeir hafa alltaf fengið bara eitthvað hrikalegt drasl miðað við það góðgæti
Mér finnst Álverið í Hafnarfirði ógeðslega ljótt, eyðileggur náttúruna! Og fyrirgefðu orðavalið...

Róslín A. Valdemarsdóttir, 8.2.2008 kl. 14:55

4 Smámynd: Erna

Sammála þér Milla. Álver á bakka kæmi okkur öllum norðlendingum til góða ekki spurning.Svo óska ég þér góðrar helgar Milla mín og vona að dóttir þín komist norður.

Erna, 8.2.2008 kl. 14:57

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já elsku snúllan mín heldur þú að mér finnist það fallegt, en þetta venst.
Ég veit þetta með humarinn hef keypt hann hér í búð, úrvals humar.
Ekkert að fyrirgefa, sko orðavalið.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.2.2008 kl. 15:12

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir inn litið Erna, já ég vona að Íris komist norður.
Kveðja til ykkar og góða helgi.
                 Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.2.2008 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband