Fyrir svefninn.

Gísli hét gamall góður borgari í Reykjavík.
Hann stamaði og var því kallaður Gísli stami.
Hann var mesti hæglætismaður, en lenti þó
einu sinni í kasti við Þorvald lögregluþjón,
sem var hvortveggja í senn grimmlyndur
og skyldurækinn.
Ætlaði Þorvaldur að snúa Gísla niður á munnvikinu,
en Gísli var ekki seinn á sér og beit Þorvald í fingurinn.
Gísli var kærður fyrir að bíta Þorvald og mætti fyrir rétti
hjá Halldóri Daníelssyni bæjarfógeta.
Fógeti spurði, hvort hann hefði nokkrar málsbætur.
Gísli svaraði: ,,Ég er vanur að bí-bíta í það, sem upp í
mig er rétt, og auk þess átti hann enga
ki-ki kirkjusókn í kja-kja kjaftinn á mér".
Réttarhaldinu og málinu var þar með lokið.

Heilræði.

                    Treystu ei sprundnum, maður minn,
                    mettu ei stundar gæði.
                    Hrökkva sundur samskeytin
                    svika- bundin- þræði.

                                           Bjarni Gíslason.


Fróun.

                  Eðlisfróun fékk Kristrún,
                  fann hún Jón á engi.
                  Dinglað rófu hafði hún,
                  held ég, nógu lengi.
                               
                                        Baldvin Jónsson Skáldi.
                  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 21:55

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góða nótt gullið mitt.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.2.2008 kl. 23:09

3 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Létt á því, mín góða Milla frænka. Gaman að þessum vísum.

Góða nótt og takk fyrir mig kv. eva 

Eva Benjamínsdóttir, 10.2.2008 kl. 00:12

4 Smámynd: Ragnheiður

hehehehe

Ragnheiður , 10.2.2008 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.