Er að hugsa um að loka augum og eyrum í dag.

Sjáið til, er maður vaknar klukkan 04.00. á nóttunni,
og fyrsta sem manni dettur í hug,      "Leikrit"
Já það er það sem er búið að vera að gerast undanfarið,
hlaut að vera, gat ekki verið raunveruleiki, eða hvað?
                      GLAÐVÖKNUÐ.

Hafið þið einhveratímann verið á leiksýningu þar sem maður
hlær eiginlega aldrei, bara svona he, he, he,hehehe,
en andlitið á manni togast og teygist í takt við setningarnar sem
sagðar eru?" NEI" Ekki ég heldur, nema núna undanfarið.

Ætla nú ekki að fara að lýsa leikritinu í heild sinni, en smá.

Maður sagði: ,,Þetta var klaufalegt af minni hálfu að segja
að ég hafi haft samráð við borgarlögmann, áður en".
Halló! halló!.

Maður segir: ,,Afsögn kom aldrei til greina hjá honum fyrir
lok kjörtímabilsins,
segir sína eigin persónu eigi ganga fyrir æðri hagsmunum".
Æðri hagsmunum, er hann að meina kjósenda???

Aðrir leikendur segja: Við munum kjósa um, okkar á milli,
hver verður næsti borgarstjóri.

Yfirmaður allra, segist taka afstöðu til málsins þegar þar að komi,
af hverju ekki strax???

Þess vegna held ég að gott væri að loka fyrir allt í dag
svo ég vakni nú ekki og verði andvaka næstu nótt,
annars er mér tjáð að missa hökuna, glenna upp augun,
toga á andlitinu út og suður sé bara flottasta andlitsupplyfting,
svo ég mun aðeins athuga þetta.
Ég tala nú ekki um ef ég breyti þessum leik í gamanleik.

                                     Góðar stundir.



 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Það er aldeilis að þú ert farin að blogga snemma á morgnana, haha. Jú Milla þetta er nú hálfgerður gaman-drama leikrit. Það ætti að kjósa aftur í borginni, ekki spurning

Guðborg Eyjólfsdóttir, 13.2.2008 kl. 07:03

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þetta er orðið dramatískt mál þegar maður vaknar díng dong um hánótt, Þegar byrjaði að blogga þá var ég búin að fá mér morgunmat
kíkja í blöðin síðan í gær, fara inn á moggann og ýmis önnur blöð.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.2.2008 kl. 07:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband