Að bera virðingu fyrir fólki, eins og það er.

Hafið þið orðið vör við að það sé ekki borin virðing
fyrir fólki eins og það er ?
Við höfum öll þurft að læra það í lífinu að allir hafa frelsi
til að lifa lífinu eins og það vill svo framalega sem það
er siðsamt og snertir ekki aðra.
Allir mega hafa skoðun og eigi ber að setja út á það,
en þú hefur ekki rétt til að segja að annarra skoðanir séu
rangar, bara að því að þér finnst það, eða hvað?

Flest okkar eignast mann og börn,
við gefum börnunum okkar alla þá elsku sem við eigum
Leiðbeinum þeim og stjórnum í þeim. 
Við gerum okkar besta hverju sinni.
En eftir að þau eru komin sjálf út í lífið höfum við
ekki leifi til að leiðbeina þeim nema þau biðji mann um það.
Og það sama gildir um þau gagnvart foreldrunum.
Við eigum okkar líf og þau eiga sitt.
 
En það er ekki þar með sagt að við elskum þau minna
Við elskum þau enn meira eftir því sem árin líða.
Ef við erum svo lánsöm að eignast barnabörn, þá eru
þau að sjálfsögðu ljósin í lífi manns.
Að mínu mati er fjölskylda manns lífið í manni, ef hún er
tekin frá manni að einhverju leiti, þá deyr smá blettur þarna Heart.

Það þurfa allir að sleppa, og leifa fólki að vera eins og það vill,
ekki eins og við viljum að það sé.
Elskum og berum virðingu fyrir fólki eins og það er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Sæl Milla. Góð hugvekju hjá þér. Ég hef oft verið vitni til þess að það er ekki borið virðingu fyrir fólk. Mér finnst að börn er oft synt litla virðingu og líka eldra fólki.

Ég hef oft verið þess vör að það sé talað niður til mín vegna þess að ég er útlending. Það var meira áður fyrr.
Fatlaðir verða oft fyrir því að það er talað niður til þeirra.

Heidi Strand, 16.2.2008 kl. 18:59

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já og þetta þarf allt að laga, en það er líka þetta með skoðun og lífsmáta, þú td. mundir ekki sætta þig við að fólkið þitt segði, sko nú
breytir þú þessari mynd, og ég mundi ekki sætta mig við að börnin mín mundu segja nú hættir þú að sauma hardanger og kloster,
auðvitað mundum við ekki hlusta á þau en þetta væri leiðindastjórnsemi.

                                          Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.2.2008 kl. 19:10

3 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Það er skelfilegt þegar ekki er borin virðing fyrir fólki. Maður hefur nú heyrt um t.d. kennara sem er alveg hissa á því að börnin beri ekki virðingu fyrir honum, en hann áttaði sig ekki á því að hann bara enga virðingu fyrir börnunum. Til að öðlast virðingu þarf að bera virðingu, það eiga allir jafnan tilverurétt í þessu lifi.

Guðborg Eyjólfsdóttir, 16.2.2008 kl. 21:16

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er rétt hjá þér Guðborg mín og ef við kennum börnunum okkar
virðingu, ást, en samt ákveðni þá eru þau á grænni grein.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.2.2008 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.