Fyrir svefninn.
16.2.2008 | 21:46
Guðmundur bóndi var að rífast við konu sína,
Sigríði, og var drukkinn.
,, Komdu með snærið, Sigríður, ég ætla að hengja mig",
segir Guðmundur.
Sigríður fer og færir honum snærið.
Þá segir Guðmundur: ,, Nei ég held ég hætti við það.
Ég sé, að þér er þægð í því".
Gestur á Hæli var á ferð norður Sprengisand með
Brynjólfi frá minna-Núpi og Björgu Bergþórsdóttur
á Skriðufelli.
Brynjólfur var lítill reiðmaður og reið jafnan aftastur.
Þeir Gestur fóru að yrkjast á .
Gestur byrjaði og kvað:
Ertu að gráta elskan mín,
aftan við hana Björgu?
Brynjólfur botnaði:
Hræðist ég, hvað heimskan þín
hefur orð á mörgu.
Brynjólfur
byrjaði á vísu:
Meyjarkoss er mesta hnoss,
munablossi fríður.
Gestur botnaði:
Krossatossi á eftir oss
einn á hrossi ríður.
Brynjólfur hafði fengið Danneborgarkross.
Góða nótt.
Athugasemdir
Bara að láta vita af mér hér,
knús á þig Milla mín
Róslín A. Valdemarsdóttir, 16.2.2008 kl. 22:23
Góða nótt
Guðborg Eyjólfsdóttir, 16.2.2008 kl. 22:41
Sæl mín kæra Milla frænka. Tíminn virðist færast býsna hratt hjá mér þessa dagana og ég verð að fórna einhverju fyrir heilsuna. Vinn áfram í að styrkja mig, held mig frá tóbakinu, borða hollan mat og í dag gekk ég sex kílómetra í Heiðmörkinni með vini mínum. Rigningin, rokið, snjórinn og hálkan á stígunum gerðu mér gott í dag, hrasaði bara einu sinni.
Hafðu það ætíð sem allra best, góða heilsu og kærleik í hjarta. kv.eva
Eva Benjamínsdóttir, 16.2.2008 kl. 22:41
Er að reyna að ná mér niður eftir veisluhöld dagsins, eiginlega gærdagsins. Gott að eiga góða að eins og þig vinkona, góður lestur fyrir nóttina eða ætti ég að segja morguninn?
Ía Jóhannsdóttir, 17.2.2008 kl. 03:55
Takk Ía mín og góðan dag svona þegar þú vaknar, þú hlýtur að þurfa að hvíla þig í marga daga er heim kemur, en þetta er nú skemmtileg þreyta. Mikið held ég að það sé búið að vera gaman hjá ykkur.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.2.2008 kl. 08:42
Einar sefur þú ekki alltaf vel? Allavega eftir góðan fótboltaleik.
Kveðja á Skagann.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.2.2008 kl. 08:44
Kæra Eva það er allt í lagi að hvíla sig á tölvunni yfir vikuna, þú hefur alveg nóg annað að gera. Ég er svo fegin að heyra að þér gengur vel.
Æðislegt fyrir þig að fara í Heiðmörkina og nauðsynlegt að hafa vin með, svona ef maður skildi hrasa
Hafðu það gott alla næstu viku, vert þú dugleg, ég er afar stolt af þér fyrir að láta sígaretturnar í friði.
Kærleikskveðjur til þín Eva mín.
Þín frænka Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.2.2008 kl. 08:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.