Þetta er ekki í boði lengur!
17.2.2008 | 08:36
Hér ætla ég bara að tala um það sem ég veit með vissu
að er satt.
Heimaþjónusta eins og hún hefur verið innt af hendi
í afar mörg ár er gjörsamlega óþolandi gagnvart
öryrkjum og gamla fólkinu okkar,
sem ekki þorir að segja neitt, það lætur sér linda
það sem það fær þegar það fær þjónustu.
Þeir sem koma td. að þrífa hjá fólkinu okkar, hafa
það bara eins og þeir vilja, það er mokað af það mesta
og svo bara farið, bless.
Fólkið okkar sér ekki svo vel lengur,
og heldur að þetta sé allt hreint og fínt.
Nú ef maður vogar sér að ætla að gera eitthvað, þá fyrtast þau,
og segja, það er nýbúið að gera þetta.
Þeim finnst þau vera að íþyngja manni.
Það er alltaf verið að tala um að halda fólki heima,
eins lengi og hægt er, og er það vel.
Þau fá sendan mat ef þau þurfa eða vilja það.
Það eru líka send heim lyfin í pokum og eiga þau að taka
þau, en taka allir þessi lyf?
nei því þau eru að taka þetta smá saman og gleyma
þeim svo. það er engin til að hafa eftirlit með þessu.
Smá dæmisaga. Kona sem ég þekki vel, var á
sjúkrahúsi, er hún var send heim átti að koma
hjúkrunarkona tvisvar í viku, að líta eftir að allt væri í lagi.
Síðan dettur mér í hug að spyrja hana eitt sinn
hvernig hjúkkan væri, er hún ekki fín,
Jú alveg örugglega, sagði konan, en ég hef bara aldrei séð hana.
Nú var farið að grennslast eftir þessu,
Æ þá hafði þessi kona bara gleymst, en konan sagði aldrei neitt
hún bara beið og beið.
Ég veit að hlutirnir eru ekki bara svona beinir, það eru
hliðarvegir á öllu, en ég ætla nú bara að vona að hún
Jóhanna Sigurðardóttir vinni þessa vinnu fljótt,
með sóma veit ég að hún vinnur hana.
En það mætti byrja á því á meðan er verið að undirbúa
þetta batterí allt,
að segja þeim sem vinna að þessum störfum,
að vinna vinnuna sína, ekki bara káma hana.
Þessi skrif eru ekki persónugerð, þannig að þeir taka
taka þetta til sín sem eiga það.
Góðar stundir.
Staða heimaþjónustunnar metin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er svo mikil skömm af þessu ,gamla fólkið okkar sem á allt það besta skilið eru orðin eins og niðursetningar í okkar góða velferðarþjóðfélagi.
María Anna P Kristjánsdóttir, 17.2.2008 kl. 08:50
Sammála þér María og þetta er bara ekki í boði lengur.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.2.2008 kl. 09:33
Það er málið þeim fer fækkandi sem vinna vinnuna sína í gleðinni
Við verðum að hafa gleðina, ef við höfum hana ekki þá líður okkur ekki vel og í framhaldi af því vinnum við ekki vel hvað svo sem það er sem við tökum okkur fyrir hendur, heimilið okkar eða vinnan.
Ég verð nú bara að segja með fullri virðingu fyrir öllum ráðamönnum í þessum málaflokki, undanfarin, afar mörg ár.
Hvað vita þeir um þessi mál, þeir setja einhverjar reglur fyrir fólk að fara eftir, en eftirfylgnin er engin í málunum.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.2.2008 kl. 09:58
Sæl og blessuð Guðrún mín. Ég tek heils hugar undir þessi skrif þín. Það er sko ekki seinna vænna en að þeir breyti heima þjónustu til betri vegar ef hún er ekki betri en þú lýsir henni. Óðum styttist í að maður sjálfur þurfi að notfæra sér hana. En svo lengi sem heilsan leyfir fer maður ekki á elliheimili það er næsta víst. Kveðja.
Þorkell Sigurjónsson, 17.2.2008 kl. 10:06
Ég held bara því miður að á meðan þessi störf eru svona ílla borguð, þá verður alltaf erfitt að fá samviskusamt fólk í þetta.
Man eftir þvi þegar hún elsku nafna mín heitin (amma) fékk heim konu til að þrífa og fylgjast með sér, þá vildi hún helst ekkert að hún væri mikið að þríf, heldur að spjalla við sig, því hún hafði svo gaman af að spjalla , svo reyndi hún bara sjálf að halda hreinu. En hún var líka yfirleitt heppin með konur.
Ásgerður , 17.2.2008 kl. 11:04
Þorkell minn kæri auðvitað förum við ekki á elliheimili,
fyrr en nauðsyn krefur. En langverst er þegar fólk er í heimahúsi eða í íbúð þar sem fólk kemur utan úr bæ til að sinna því, það er þá sem fólk kemur og fer, eins og sagt er.
Ásgerður frænka mín talar eimmitt um að amma hennar hafi viljað að
konurnar spjölluðu við sig, þarna kemur hún með það sem fólk er ónýtt við að biðja um það er vin til að tala við fara með út í búð og svoleiðis, en ég held að það sé hægt að fá vin.
Takk fyrir kveðjuna frá Kanarí
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.2.2008 kl. 12:25
Já ég var að lesa í blöðunum.
Að það væru svo mikil manna stifti að einn hefði fengið á
70 dögum 50 manneskjur til sín þetta er til háborinnar skammar
Svo er Rauðikrossinn með mjög góða þjónustu sjúkravini sem koma og sitja og spjalla eða fara í smá göngutúr.
Raffy (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 13:30
þú kemur eimmitt með það sem ég mundi ekki Raffy
Það er hjá Rauðakrossinum sem hægt er að fá vin.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.2.2008 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.