Skemmtilegt lán í óláni.

Skemmtileg skrif hjá Ingibjörgu Pálmadóttur.
Lán í óláni segir maður stundum, og þetta var það
svo sannarlega, því þú getur miklu betur aðlagað málin
eftir að hafa prófað þau.
Ekki hef ég vit á því hvort nauðsynlegt sé að byggja nýtt
sjúkrahús, eða hvort við eigum nægilegt rími,
til að koma upp þeirri aðstöðu sem þörf er á.
En eitt veit ég með vissu að aðstæður eins og þær eru í dag eru
óviðunandi bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk.
Ég hef aldrei legið á bráðadeild á Lansanum,
lenti fyrst á sjúkrahúsi úti á landi, endaði í æðamyndatöku á
Lansanum síðan í brennsluaðgerð, endaði með að fá gangráð.
Komst að því þessa daga sem ég lá þarna á hjartadeild að,
Ekki er hægt að hugsa sér betra starfsfólk,
bæði læknar, starfsfólk hjartadeildar og skurðstofu eru
í fyrsta flokki, á skurðstofu upplifði ég undur veraldar,
samvinna fólks, framkoma við mig, ég taldi það vera forréttindi að
fá að upplifa þetta allt.
Að liggja uppi á deild, já þar kemur inn, það sem Haraldur Sturlaugsson
sagði um bráðadeildina, að hlusta á það rugl sem kom út úr sumu fólki
og það vissi sko betur en læknar og staff hvernig ætti að lækna það.
og síðast en ekki síst, vinnu-aðstaða fólksins,
hvernig er hægt að bjóða þeim þessum englum sem vinna þarna,
upp á þessi þrengsli.
Það verður að bæta úr þessu.
Gangi ykkur vel með að fá betri heilsu kæru hjón.

                                        Góðar stundir.


mbl.is Kannar á eigin skinni hvernig kerfið virkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.