Var ekki nógu saknæmt að aka af slysstað.

Hef ekki á ævi minni heyrt aðra eins vitleysu,
var ekki nógu saknæmt að aka af slysstað?
held að það þurfi að breyta lögunum hér á Íslandi.

Hélt að það væri nægileg lífsreynsla fyrir fólk að missa barnið sitt
þó það þyrfti ekki líka að sjá á eftir þeim sem er grunaður
um verknaðinn, úr landi. Og jafnvel að það verði aldrei
hægt að dæma neinn fyrir þennan verknað.

Ég sendi fjölskyldu litla drengsins í keflavík
ljós og orkukveðjur guð veri með þeim.


mbl.is Farinn úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Arnarsson

Ók hann af slysstað? 

Þú semsagt gefur þér að hann er sekur? 

Sveinn Arnarsson, 17.2.2008 kl. 18:06

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kannt þú ekki að lesa Sveinn Arnarsson?
Ég segi: ,, Að sjá eftir þeim sem er grunaður um verknaðinn".

Takk fyrir innlitið Ulrik.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.2.2008 kl. 18:36

3 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Nákvæmlega það bendir allt til þess að hann hafi keyrt á barnið, og að sjálfsögðu fer maðurinn úr landi þegar hann er laus úr þessu farbanni, það var alveg vitað mál. Dómskerfið hérna fær ekki háa einkunn núna.

Guðborg Eyjólfsdóttir, 17.2.2008 kl. 18:58

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Guðborg mín þetta er ekki sæmandi vinnuaðferð hjá löggæslu landsins.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.2.2008 kl. 19:10

5 identicon

Já, mér finnst það segja margt um manninn að hann fari úr landi.

Annars burt séð frá því hver ók, finnst mér það gjörsamlega ómannúðlegt af þessum manni sem Á þennan bíl að geta ekki sagt hver var að aka ef það var ekki hann.

Díana (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 21:04

6 identicon

Reyndar ekki sanngjarn punktur hjá mér þarna efst þar sem maðurinn átti jú pantaðann farmiða til Póllands daginn eftir að slysið varð.

Díana (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 21:13

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Díana það er alveg sama hvernig maður lítur á málið,
það er glæpsamlega siðlaust.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.2.2008 kl. 07:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband