Fyrir svefninn.

Þingeyingur nokkur, er Helgi hét, féll niður í gjá,
en náðist upp úr henni.
Þá var þessi vísa kveðin:

                              Að slysum enginn gerir gys,
                              guðs er mikill kraftur.
                              Helgi fór til helvítis,
                              en honum skaut upp aftur.

Daníel á Fróðastöðum reið einu sinni hvítá í vexti.
hann fékk hrakninga mikla í ánni og kom alvotur heim.
Kona hans fáraðist mjög um, hvernig maður hennar
væri til reika, er hann kom heim.
Daníel þagði lengi, þangað til hann sagði:
,, Þegjandi hefði hvítá tekið á móti mér".

Ungur maður var að svipast um á ,, rúntinum" í
Reykjavík og gefa stúlkunum auga
Þá ver kveðið:

                           ,, Við skulum ekki hafa hátt",
                           þó hann sé úti að vappa.
                           Það hefur margur allt sitt átt
                           innan gæsalappa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Haha, mér finnst þetta með Helga bara fyndið..
Góða nótt Milla mín

Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.2.2008 kl. 21:27

2 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Alltaf góðar kvöldvísurnar þínar Góða nótt Milla mín og hafðu það gott

Guðborg Eyjólfsdóttir, 19.2.2008 kl. 21:33

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hann skildi þó aldrei hafa verið frændi minn þessi Helgi??  góðar vísur kvöldsins hjá þér. GN 

Ásdís Sigurðardóttir, 19.2.2008 kl. 22:57

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Örugglega Ásdís mín eru ekki allir skyldir öllum hér eins og annars staðar á landinu.
Takk fyrir innlitin.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.2.2008 kl. 06:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband