Börn innan við fermingu.

Allir hafa gott af því að læra að vinna, en það má ekki
vera of mikið, en þau geta alveg eins unnið 2=3 tíma á dag,
eins og að hanga og gera ekki neitt.
Þau sem vilja standa sig í skólanum gera það þó svo
að þau þurfi að vinna, hin sem ekki vilja standa sig
gera það hvort sem er ekki.

Það var nú þannig í mínum uppvexti að strákarnir fóru í sveit,
á meðan stelpurnar voru að hjálpa til heimafyrir eða voru
í vist og engin hafði illt af því.
Í dag er mér tjáð, að unga fólkið okkar sem sækir um sumarvinnu,
kunni ekki einu sinni að vinda borðklút.
Einu sinni sagði kunnur maður, að við værum að ala upp
kynslóð aumingja, sem nenntu ekki neinu.

Ég er ekki að segja að of ung börn eigi að vinna í verslun,
eða vinna of mikið, en er ekki komin tími til að þau geri eitthvað?
                                    Góðar stundir.


mbl.is Félagsmálaráðherra skoðar vinnu barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Sammála Milla,  hófleg vinna skaðar engan.

Ía Jóhannsdóttir, 21.2.2008 kl. 11:25

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Blessuð Ía mín og velkomin heim til þín,
ertu ekki glöð þó það sé alltaf gaman að hitta vini og ættingja,
þá er best að vera heima. Glöð að þú ert sammála mér.
                                   Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.2.2008 kl. 11:34

3 Smámynd: Erna

Þessu er ég algjörlega sammála og mun það koma þeim til góða í framtíðinni.

Erna, 21.2.2008 kl. 12:13

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég væri nú alveg til í að fá vinnu, þó svo að ég sé nú yfir fermingaraldri. Bara erfitt á svona litlum stað.

Róslín A. Valdemarsdóttir, 21.2.2008 kl. 15:16

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Það er lílega misjafnt eftir búsetu hversu ung börnin geta farið að vinna.Hér í þorlákshöfn haka krakkar yfirleitt komist í unglingavinnuna 12-13.ára gömul og 13-14.ára í humarvinnslu.

En útlitið í þeim efnum er ekki gott þar sem plásssið er að verða kvótalaust.

Mín reynsla er að krakkarnir vilja vinna en það er ekki eins auðvellt að komast í vinnu og þegar ég var krakki.

Solla Guðjóns, 21.2.2008 kl. 16:01

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er nú nefnilega  málið Róslín mín, það er erfitt að fá vinnu fyrir ykkur unga fólkið úti á landi, en á sumrin fáið þið eitthvað að gera?,
þið fáið trúlega vinnu í humri
                        Knús á þig snúllan mín
                              Þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.2.2008 kl. 16:45

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Unglingavinnan er mannskemmandi, segi ég ætíð, þar eru þau þessi grey, hangandi yfir skóflum, hrífum og kústum, þeim er bara sagt að gera þetta og síðan eru flokksstjórarnir farnir, og þau læra ekki að vinna réttu handtökin, það er engin sem kennir þeim.
Undantekningar eru á þessu það veit ég, en yfir höfuð er þetta svona. þú manst alveg hvernig það var er þú byrjaðir að vinna, þér var ekki bara sagt að gera þetta, og svo var þeim sama hvernig það var gert, nei þér voru kenndir hlutirnir, það er það sem vantar í dag að kenna unga fólkinu okkar að vinna rétt.
                              Orku og ljósa kveðja Ollasak
                                         Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.2.2008 kl. 16:54

8 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Við fáum bæjarvinnu á sumrin, fáum ekki að vinna í humri fyrr en við verðum 16 ára. Reyndar ef ég fer í bæjarvinnuna í sumar fæ ég yfir 500 kr. á tímann, erum með eitt af hæstlaunuðustu bæjarvinnum á landinu, held í öðru sæti eða svoleiðis..
Knús til baka

Róslín A. Valdemarsdóttir, 21.2.2008 kl. 18:02

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er gott snúllan mín, það eru þó alltaf 500.00
                        KveðjaMilla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.2.2008 kl. 18:17

10 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Fékk hátt upp í 90 þúsund fyrir sumarið í fyrra, nokkuð sátt bara

Róslín A. Valdemarsdóttir, 21.2.2008 kl. 18:29

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

90.000.00, betra en ekki neitt.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.2.2008 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband