Mættu allir taka sér þetta til fyrirmyndar.

Frábært framtak og yfirmáta hressir krakkar,
þarna er verið að fyrirbyggja vandamál sem eru komin
upp víða um land.
teldi ég það eðlilegt að allir skólar mundu taka sér þetta
til eftirbreytni.
það er þörf á þessu, vegna allra barna sem eru öðruvísi og
liggja vel við höggi, ég vona að engin misskilji mig
taki þessu með jákvæðni og framkvæmi það sem þarf að gera
Og foreldrar þurfa að taka þátt og vera vakandi.
                              Góðar stundir.


mbl.is Einelti skal ekki þrífast í okkar skóla!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Elsku Milla, ef þetta væri  bara hægt! Allstaðar eru krakkar lagðir í einelti, í hvaða skóla sem er. Krakkar leggja stundum í einelti án þess að vita af því. Setja út á föt annarra og fatta ekki að það særir mismikið..

Róslín A. Valdemarsdóttir, 21.2.2008 kl. 18:00

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æ ég veit það svo sem en ef við gætum bara sagt eitthvað til að snúa einhverjum við, þá væri það stórt skref.
Dæmi um rugl, ég á eina litla hún er níu ára, kom til mín um daginn og
spurði, amma ef ég ekki hrukka ennið fæ ég þá ekki hrukkur?
ég bara sko ha, hvað hver sagði svona við þig, engin amma mín bara er að hugsa þetta sjálf, svo hélt hún áfram að borða.
þessi snúlla mín er afar hláturmild og hlær með öllu andlitinu og það skal einhver hafa sagt þetta við hana.
Svona gerir börn óörugg, þetta er ein tegund af einelti.
Vildi óska þess að það væri hægt að gera eitthvað.
Það er svo gott að heyra í þér með svona mál því þú hefur skilning á
þeim. 

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.2.2008 kl. 18:14

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Það er nú bara í góðu lagið að hlæja með öllu andlitinu, það er bara krúttlegt.
Krakkarnir sem lenda í þessu fatta það oftast ekki samt fyrr en eftir nokkur ár, á mínum aldri. Ég var oft skilin eftir af vinkonum mínum, þær vildu alltaf bara vera tvær og ég skilin útundan og sat bara heima allan liðlangan daginn. Mér fannst það alveg sjálfsagt, en í dag finnst mér ótrúlegt hvernig ég gat látið þær valtra svona yfir mig.

Ég læt alltaf líka vita af því sem ég get talað um, finnst bara gaman að tala..

Róslín A. Valdemarsdóttir, 21.2.2008 kl. 18:28

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk snúlla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.2.2008 kl. 19:17

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þetta er í skólanum hjá stelpunum mínum. Því miður sá gamli skólinn þeirra ekki tilgang í að fara í þetta prógram, þeim fannst skólinn svo lítill! Þar var gífurlega ljótt einelti í gangi.

Huld S. Ringsted, 21.2.2008 kl. 19:34

6 identicon

Ömurlegt þegar þetta á sér stað, skil ekki fullorðið fólk sem lætur þetta óátalið.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 19:45

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er nú akkúrat það foreldrarnir láta þetta óátalið og þeim er alveg sama hvernig börnin þeirra haga sér. Sorry!

Leitt að heyra þetta með skólann hjá snúllunum þínum Huld mín,
þetta er eitt af því ljótasta sem við upplifum.
Það verður að vinna að því að uppræta svona framkomu.
                                    Knús á ykkur.Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.2.2008 kl. 19:59

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já það er slæmt þegar engin vill viðurkenna neitt.
                           Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.2.2008 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband