Hvers eiga lítil saklaus börn að gjalda
22.2.2008 | 07:03
Er ekki í lagi með sumt fólk, það eru engin mistök
þegar maður lemur barn svo að sjái á því.
Það er að mínu mati ásetningur þessa starfsmanns
hann þolir ekki smá leik og gleði, lætur það fara í skapið á sér
og lemur barnið. ófyrirgefanlegt athæfi,
Þetta nefnist ofbeldi, ef að ráðamenn skólans í Borgarnesi
skyldu ekki vita það, þá vita þeir það hér með.
Nei bara að því að skólastjórinn kallar þetta ofbeldi
mistök.
Ég vann í mörg ár við Íþrótta og sund hús,
það skemmtilegasta við starfið var þegar við
fengum þessi litlu í húsið, uppfull af spenning
og með stjörnur í augunum, en oft reyndist það
nú vera þannig að þau sér í lagi pollarnir voru
svolítið óstyrk og báðu um hjálp.
Það komu upp svona tilfelli sem um ræðir,
Þá lét maður eins og manni væri alveg sama
svo þegar fór að fækka í búningsklefanum þá kom
restin úr sturtunni.
Þetta var yndislegur tími.
Það verður að vera starfsfólk í þessum störfum,
sem hefur gaman að börnum, en kann samt að vera ákveðið.
Að mínu mati eru engar reglur um svona mál önnur en
brottrekstur á staðnum.
Þið skuluð athuga það, að mögulegt er að drengurinn
þori ekki í sund í langan tíma á eftir svona ofbeldi.
Góðar stundir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.