Sérkennilegur dagur.

Vaknaði að vanda eldsnemma í morgunn,
þegar ég settist að tölvunni,
kom yfir mig leiði og sorg yfir því að til skuli
vera fólk sem vísvitandi niðurlægir og mokar yfir aðra,
menn farnir að etja saman á minni síðu.
Það verða nú bara allir að virða mér það til vorkunnar,
að þessu á ég ekki að venjast, og hugnast það eigi heldur.
Eftir ráðleggingar frá góðum bloggara lokaði ég fyrir
þennan ósóma, kunni nú samt ekki að eyða athugasemdum
svo ég hringdi í þessar elskur á mbl.is og þeir kenndu mér
þetta á svipstundu, eins að setja óæskilega menn á bannlista.
svo þetta er afgreitt mál að þessu sinni, samt ergilegt að
þurfa að standa í þessu.
Maður hefur nú lent í að skiptast á skoðunum, það er bara
skemmtilegt að etja saman á þeim nótunum.
En þetta var miður skemmtilegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hömmm,,, var ég að missa af einhverju hér? greinilega,,,,,,, en núna kanntu að banna  og kasta út. Maður lærir alltaf á hverjum degi, líka um mannlega misbresti, þeir geta verið rosalegir. Stundum held ég að sumir eigi afar bágt þegar þeir drulla yfir hvorn annan sem er sorglegt. Eigðu gott kvöld Milla mín.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 20:17

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æ takk elsku snúllurnar mínar, ég veit  alveg að ég á ekki að taka þetta svona nærri mér, ég varð bara svo hvumsa að ég hef ekki náð mér upp úr þessu í dag, finnst það afar sorglegt að það sé til svona fólk. verð búin að ná mér í fyrramálið.
                             Knús á ykkur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.2.2008 kl. 20:29

3 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Maður á að reyna láta þetta sem vind um augu þjóta ( segi augu í stað eyru) þú ert góður og skemmtilegur bloggari með skemmtilega pistla og heilsteypta. En ég vildi nú að ég hefði getað séð þetta sem hann skrifaði ég missti alveg af því. En taktu nú gleðí þína Milla mín, þú ert góð kona :)

Guðborg Eyjólfsdóttir, 26.2.2008 kl. 20:39

4 Smámynd: Erna

Elsku Milla mín leitt að heyra hvað þú tekur þetta nærri þér, haltu áfram þínu frábæra bloggi eins og þú ert vön, heiðarleg og yndisleg. Hugsa hlýtt til þín.  .

Erna, 26.2.2008 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband