Samkynhneigðir varaðir við því að fara til Serbíu.

Serbía verður að bera ábyrgð á öllu því
frábæra fólki sem heimsækja landið vegna Erouvisíon,
Það á ekki að skipta neinu máli hvort fólk er
samkynhneigt eða gagnkynhneigt, og svo er
alltaf talað um; "og annað hinsegin fólk,"
Fyrirgefið mér fáviskuna, á ég kannski að vita það,
að fólk sé eitthvað hinsegin, nei ég bara hugsa aldrei svoleiðis.
Fólk er bara fólk fyrir mér, sama hvaða kynhneigð það hefur.
Vona ég svo sannarlega að Serbía taki til í sínum ranni
og verndi þá sem inn í landið koma.
En getur einhver upplýst mig um, af hverju Gay Pride
dagar eru kallaðir hinsegin dagar???
Ég hefði viljað kalla þessa daga, Hátíð Ársins.
því það er hún svo sannarlega.
                                     Góðar stundir.


mbl.is Samkynhneigðir varaðir við því að fara til Serbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Det kan være risikabelt for enhver å dra til melodifestivalen i Serbia på grunn av urolighetene der nede. Jeg leste i i norske nettaviser at det var mulig at det hele ble avlyst.
Det er mye hets imot homoseksuelle og jeg tror ikke det er mange med homofobi, men de som har det, roper høyt og benytter enhver anlednig til å la høre i seg. Det er verst for de selv som er fylt av fordommer og hat. De kan ikke ha det godt med seg selv.

Heidi Strand, 28.2.2008 kl. 07:43

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Nákvæmlega, fyrir mér er fólk bara fólk og mér er alveg sama hvort það er gagn- eða samkynhneigt.  Að kalla þetta ,,Hinsegin daga" finnst mér hálf hallærislegt.    

Ía Jóhannsdóttir, 28.2.2008 kl. 07:45

3 Smámynd: Anna Guðný

Þeir hafa sem sagt ekkert hugsað út í þetta þegar þeir tóku þátt og áttu möguleika á að vinna. Sem þeir og gerðu en ætli þessi hugsunarháttur sé viðloðandi þessa fyrrum austantjalds þjóðir almennt? Væri fróðlegt að vita, því þá er nú ekki auðvelt fyrir þá að taka yfirleitt þátt.

Anna Guðný , 28.2.2008 kl. 08:17

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Eftir að hafa lesið þessa frétt vil ég bara endilega að Ísland hætti við...mér sýnist ástandið þarna snúast um allskyns öfga og mannvonsku.

Samkynhneigt fólk eru persónur eins og ég og þú og allir.Fyrst og fremst erum við fólk.Kynhneigð á ekki að skipta neinu máli í heimsmálunum.....ferlega verð ég leið þegar er ekki hægt að virða perónur eins og þær koma fyrir .

Solla Guðjóns, 28.2.2008 kl. 11:07

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn allar saman. nei ekki gott að vita hvað þeir hugsa úti í heimi svona yfirleitt.
Sammála þér Ía.
Heidi þetta eru ekki góðar fréttir sem þú flytur okkur frá norskum netfréttum. Ekki gott ef hætt verður við.
það kemur til með að hafa eftirvirkni sem um munar.
Ein allt allt öðruvísi hefur tjáð sig; "hvernig öðruvísi elskan"
knúsý kveðjur til ykkar allra Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.2.2008 kl. 11:08

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hjartanlega sammála þér Solla mín ég hef bara aldrei skilið þetta rugl í fólki, er það talar um og segir kannski: en þú veist að hann eða hún eru hinsegin Halló! halló! hvernig hinsegin?
Auðvitað verður maður leiður, árið 2008 og fordómarnir eru í einu og öllu, við erum ekki eins fljót að losa um þessa fordóma,
eins og við vorum að koma út úr moldarkofunum,
Æji æji líklegast erum við ekki komin út úr þeim enn þá.
                        Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.2.2008 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband