Það heyrist afar sjaldan, verðvitund neytenda.
29.2.2008 | 13:22
Örlygur Hnefill Örlygsson, ritaði smá pistil
í fréttablaðið, Stuð milli stríða.
Fyrsta skrefið að lægra vöruverði er ekki skattalækkun
eða upptaka evrunnar, heldur, verðvitund neytandans.
Er hættur að láta bjóða sér hvað sem er.
Ætlaði að kaupa sér úlpu, en missti áhugann er
hann leit verðið augum, 35 þúsund krónur.
já það er nefnilega það, munar ekki um það.
síðast liðið haust fór hann til Íran og keypti sér
Diesel gallabuxur á 1.800 krónur.
Ég er nú ekki hissa á að honum ógni því að ég veit
að þær kosta upp í 18 þúsund krónur á Íslandi.
Þessu er maður búin að taka þátt í meira og minna í
áraraðir, en samt ekki alveg, spurningin er alltaf sú ,
í hvað villtu eyða þínum peningum?
Hvað ætlar þú að gera í því? Jú við ráðum því,
ekki eitthvað fólk út í bæ sem lítur niður á allt og alla
ef það er ekki klætt eins og því finnst að allir ættu að
vera klæddir.
Verst kemur þetta niður á börnum þessa lands.
Börnin láta vaða það sem þau heyra heima hjá sér.
Tökum í taumana og látum föt ekki ráða yfir okkur.
kæru neytendur hafið verðvitund!
kaupið ekki bara hvað sem það kostar.
Athugasemdir
Nákvæmlega. Ég sá auglýsingu í blaði um daginn þar voru ágætis úlpur sem voru á 35% afslætti en ekkert verð gefið upp, þannig að ég hringdi til að athuga þetta, þá kostaði helv...... úlpan 52.000 með afslætti, ég bað hana bara vel að lifa. Þetta er ekkert eðlilegt þetta verðlag hérna á þessu landi. Enda reynir maður að versla föt og annað á börnin og okkur hjónin þegar maður fer erlendis.
Guðborg Eyjólfsdóttir, 29.2.2008 kl. 14:28
þetta er verst fyrir ykkur barnafólkið, þau vaxa upp og slíta fötum og þurfa á nýjum að halda og unga fólkið þarf líka að líta vel út, en það eru nú takmörk fyrir vitleysunni.
Já kostaði fjandans úlpan 52 þúsund, þessu trúi ég vel.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.2.2008 kl. 15:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.