Lofthræðsla.

Lofthræðsla er eins og hver önnur fóbía sem maður hefur
enga hugmynd um af hverju maður hefur.
Einu sinni fyrir afar mörgum árum fór ég upp á þak,
húsið var ein hæð, var ekki lengi að koma mér upp,
en það tók rúma tvo tíma að koma mér niður,
ég þorði ekki fram af brúninni.

Sælla minninga er ég fór til Færeyja, og eins og allir vita sem
hafa sótt þá frændur okkar heim er það alveg stórkostlegt,
þeir kunna sko að taka á móti fólki.
Við vorum þarna að keppa í Bridge á Suðurey minnir mig.
Nú þeir vildu endilega fara með okkur í skoðunarferð
og allt vel með það.
En það fóru nú að renna tvær grímur á mína er lagt var af stað,
fyrir það fyrsta ók maðurinn að mínu mati eins og bavíani,
vegirnir afar mjóir og svo voru bara útskot ef þú mættir bíl.
Stundum þurfti að bakka í útskot, ekki fyrir mig.
allsstaðar sá maður bara ofan í sjó.
Við vorum að fara til Súmba sem er syðsti oddi Færeyja
að mig minnir,
er við komum þangað loksins eftir nokkur stopp
var ég svo stjörf af hræðslu að ég gat ekki staðið upp.
Því ef ég leit út um gluggann þá sá é bara ofan í hyldýpi sjávar.

Bílstjórinn var alveg miður sín, ég átti að láta hann vita,
ekki til þess að hann æki hægar,
nei þá hefði hann gefið mér snafs og bjór, skondið,
það var meðalið við lofthræðslu, ekki að mínu mati,
en þáði nú samt veigarnar, það er bjórinn.
Til gamans sagt, aðallega fyrir mig.
                               Góðar stundir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Góðan daginn

Úff hvað maðurinn hlýtur að þola margt.
Eina sem ég get sagt er það að ef þú hefur ekki keyrt á milli Djúpavogar og Hornafjarðar, aldrei gera það. Man ekki hvað vegurinn heitir, en eitthvað í líkingu við Djúpavogs og man ekki meir. Þar er bara grjótvegur uppí fjalli og maður horfir bara niður í þvílíkri hæð ofan í sjó. Þegar vont veður er þá er hætta á grjóthruni úr fjallinu

Eigðu annars góðan dag Milla mín,
knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 1.3.2008 kl. 10:26

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kæra móðir eigðu góðan og skemmtilegan fund.
Jú ég hef verið upp á Burstafelli og horft niður í Vopnafjörð og ekki síðra að horfa yfir Seyðisfjörð.
Róslín ég hef ekið þessa leið, en það er svo langt síðan og mig minnir að það hafi verið myrkur. Ég er ekki hrædd ef ég veit hvað er framundan, hef ferðast um fjöll Íslands og mér finnst það yndislegt,
en þarna í Færeyjum var þetta allt svo ókunnugt, mér hugnaðist þetta bara ekki.
                            Knúsý kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.3.2008 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.