Gleði á sunnudagsmorgni.

Vaknaði frekar seint í morgunn, eða um hálfátta.
Laumaði mér frammúr, ætlaði ljósinu að sofa lengur,
fékk mér síðan morgunmat og blaðagreina-lestur,
elska þessa rólegu morgna mína.
Var að hugsa ætti ég að drífa míg í sturtu, en nei
aðeins að kíkja í tölvuna, fékk moggann á skjáinn
að vanda, les hann ætíð fyrst, síðan á 640.is það er
Húsvísk síða, afar góð, nú að sjálfsögðu leit ég við á B.B.
Það er blað sem er gefið út á Ísafirði með öllu því helsta
sem gerist á Vestfjörðum.
Heyrði engilinn koma fram fara í sturtu og gera síg fínan fyrir
mig , "Auðvitað" fram í eldhús, tekur út úr vélinni, fær sér
morgunkorn á disk, borðar og les blöðin.
Ég dett inn í minn heim, blogga smá, svara kommentum,
les og kommenta.
Dett inn í hinn heiminn við að ég heyri í litlum fótlum tipla
á parketinu, fyrst fer hún fram í eldhús, knúsar afa sinn,
kemur hlaupandi til mín upp í fangið mitt og segir amma mín,
Já Aþena mín ertu búin að sofa vel? já amma mín,
eftir smá knúsý knús segir hún: ,, Amma ég er svöng."
Nú henni var gefin morgunmatur,
ætíð er spjallað á meðan hún borðar,
hún fer að tala um að sig langi í hund, svona hundalífs-hund
já en hver á að passa hann á meðan allir eru í vinnu og skóla,
eftir smá, segir hún: ,, Náttúrlega passa ég hann þegar við
komum heim," en þangað til þú kemur heim" en amma hann verður
auðvitað í skóla eins og ég, það heitir hundaskóli.
Nú segi ég bara, því annað er ekki hægt,
maður andmælir ekki svona visku.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Þau eru svo saklaus þessar elskur

Guðborg Eyjólfsdóttir, 2.3.2008 kl. 14:21

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já er á meðan er, maður vonar það besta.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.3.2008 kl. 17:15

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Kannast við þetta síðan ég var lítil, amma og afi alltaf löngu farin fram úr, svo kom ég og fékk að borða, fletti í gegnum moggann og talaði um margt!
Lifir með manni í minningunni..

Knús á þig Milla mín

Róslín A. Valdemarsdóttir, 2.3.2008 kl. 18:15

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mikið öfunda ég þig af því að labba í kaupfélagið að spjalla við fólkið, annars geri ég stundum það sama hér.  Ég kíki líka á 640.is og var að nefna við Haffa hvort ekki væri hægt að gefa upp afa og ömmur barnanna, mig langar svo að vita hver og hvern, þekki svo marga svipi og hef oft haft rétt fyrir mér með tengsl, er mannglögg.  Kær kveðja norður elskuleg.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.3.2008 kl. 19:45

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

640.is er frábær miðill, hann er lifandi og hann Haffi veit hvað hann er að gera, þeir mega alveg fara að passa sig hjá Skarpi.
ég er sammála þér væri skemmtilegt að fá nöfn.
það er yndislegt að spjalla, sér í lagi við gamla fólkið, ég þekki það sumt úr sjúkraþjálfuninni og svo er maður fljótur að kynnast.
Það gefur mér líka mikið að tala við þá sem hafa skerðingu á einhvern hátt.
                                Kærleikskveðjur Ásdís mín
                                    Þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.3.2008 kl. 20:08

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Róslín mín það er gott að þú skulir eiga svona minningar,
ég á þær nefnilega líka og eru þær gullmolar í huga mér,
og ég vil endilega að barnabörnin mín upplifi það að geta talað um allt við ömmu og að þau geti treyst mér.
Svo eru þau svo skemmtileg, fljót til svars og koma manni ætíð á óvart með hvað þau vita mikið.
                            Knúsý kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.3.2008 kl. 20:14

7 Smámynd: Tiger

  Ójá, rólegir og yndislegir morgnar eru frábærir. Alveg brilljant að geta lesið blöð og gefið sjálfum sér tíma í hvað sem er - ef maður vaknar nógu snemma í stað þess að leyfa sjálfum sér bara að sofa út...

  Ef lítil kríli eru hér, eins og um daginn var ég með 4-5mánaða snáða að passa(passaði líka pabba hans þegar hann var kornó) - þá er ég að pikka í krílin í tíma og ótíma til að vekja þau svo ég geti endalaust knúsað þau, leikið við þau og hlegið með þeim. Ohh hvað barnið í mér poppar þá upp og þá er nú gaman. Ég elska að horfa á teiknimyndir með litlu krílunum t.d. og yndislegt er að kalla þau "Jósefínu og Jesper" þegar þau heita "Maren og Róbert"... þau hafa endalaust gaman af því hvað maður á auðvelt með að rugla nöfnunum þeirra saman við teiknimyndapersónur.

  

Tiger, 2.3.2008 kl. 20:59

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þau eru bara yndisleg og ég elska líka barnaefni, nema kannski latabæ því þá þarf ég að fara í leikfimi, ekki mín sterka hlið, sko ekki núorðið, en maður reynir samt.
                         Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.3.2008 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.