Fyrir svefninn.
2.3.2008 | 21:47
MÁLTÆKIÐ ,, hverjum er það að þakka, að Gunna flaut?",
kannast víst flestir við, en tildrögin af því þekkja færri,
og voru þau eins og hér segir: Skip var á ferð úr
Vestmannaeyjum upp á Landeyjasand,
en þar var mjög erfið lending, eins og kunnugt er .
með skipinu voru vinnuhjú frá bæ einum í Landeyjum,
og hét vinnukonan Guðrún.
Skipinu barst á í lendingunni, og hrökk Guðrún fyrir borð,
en hún var ólétt og sökk ekki,
og tókst snarráðum manni að innbyrða hana.
Þegar í land kom, var manninum að verðleikum
hælt fyrir snarræði sitt. þá gellur vinnumaðurinn við
og segir heldur drýgindalega: ,, Já en hverjum var
það að þakka, að Gunna flaut?"
Skemmtiferð.
Yfir grund og grösug sund
á góðri stund með svipu í mund
læt ég skunda hófa hund
hýr í lund á meyjarfund.
Eyjólfur Jónsson frá Síðumúla.
Góða nótt.
Athugasemdir
Skil ekki dugnaðinn í þér Milla!
..
Bloggar nokkrum sinnum daglega, þú ert bara æði
góða nótt
Róslín A. Valdemarsdóttir, 2.3.2008 kl. 21:51
Dugnaðurinn felst í því að ég er ekki að vinna úti, sko bara heima.
get lítið gert vegna heilsunnar, uppgötvaði bloggið og finnst það
frábær miðill. Ef mig langar að segja eitthvað þá geri ég það,
gæti verið að allan daginn, hef svo margt að segja, en þá mundi ég kaffæra alla í einhverju sem margir kalla rugl.
Knús á þig snúllan mín.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.3.2008 kl. 22:00
Haha, þú ert samt æðisleg fyrir því, það væri ekki slæmt að kafna útaf því
..
Róslín A. Valdemarsdóttir, 2.3.2008 kl. 22:11
Góða nott!
Heidi Strand, 2.3.2008 kl. 22:43
Góða nótt Milla mín, alltaf gaman að lesa sögurnar þínar
Guðborg Eyjólfsdóttir, 2.3.2008 kl. 23:01
Góða nótt Milla mín
Huld S. Ringsted, 2.3.2008 kl. 23:29
Góða nótt milla
Brynja skordal, 3.3.2008 kl. 01:15
Takk fyrir innlitin stelpur og eigið góðan dag.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.3.2008 kl. 08:21
Þetta hef ég aldrei heyrt áður hvorki söguna né máltækið.
Gaman að þessu knús á þig.
Solla Guðjóns, 3.3.2008 kl. 10:53
Solla ég hef nú heyrt þetta áður, en ekki oft,
mundi það bara er ég las þessa sögu.
Eins og ég hef sagt áður þá tek ég allt sem skrifað er í fyrir svefninn,
upp úr bókunum Íslensk fyndni.
Knús á þig snúlla. Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.3.2008 kl. 12:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.