Réttlæti fyrir fólkið í landinu.
3.3.2008 | 13:19
Þegar ég var að alast upp voru engir lífeyrissjóðir til,
fólk safnaði sér inn á banka bók, allir vildu eiga varasjóð.
Ekki voru nú allir sem gátu það vegna þess að sumir
höfðu vart til hnífs eða skeiðar, ekki voru allir sem höfðu
atvinnu, og afar erfitt var hjá mörgu fólki.
þegar ég fór út á vinnumarkaðinn, var heldur engin
lífeyrissjóður, held að þeir hafi verið stofnaðir eitthvað
í kringum 1970.
En verst er það fólk statt sem aldrei borgaði í neinn sjóð
og þær konur sem alltaf voru "bara" heima eins og sagt var.
þær áttu nú ekki skilið að fá neina umbun fyrir að hafa alið
upp börnin sín, bakað, eldað, saumað, prjónað, þrifir skít,
þvegið þvottana við ýmsar aðstæður, útbúið haustmatinn,
og haldið öllu gangandi með miklum rausnarskap,
bæði við mikil og lítil efni.
þessi aldurshópur ásamt ungu fólki sem hefur lent út af vinnumarkaði
einhverja hluta vegna, er illa statt fjárhagslega.
Og er það til skammar fyrir þetta þjóðfélag.
hvað er alltaf verið að reikna út laun sem fólk þarf að hafa til að hafa
lágmarks lífsviðurværi, en það stenst aldrei. Ég er t.d. 80.000 krónum
undir þeirri upphæð.
Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingarstofnunnar vakti athygli
á þessari brotalöm í lífeyriskerfi Landsmanna, og þetta mikið rétt hjá henni,
en hvað er oft búið að ympra á þessu?
Nú skora ég á nýja ráðamenn, að leysa þessi mál og það strax.
Góðar stundir.
Athugasemdir
Tek hér undir hvert orð. Þegar ég var ung þá voru svokölluð skyldusparimerki maður fékk hluta af laununum greidd í þessum merkjum, þau voru síðan gerð verðlaus á einhverjum tímapunkti, allur sparnaðurinn farinn á einu bretti þar.
Það á að vera heilagt og ósnertanlegt það sem fólk hefur sparað í sveita síns andlitis, til að eiga til seinni ára.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2008 kl. 14:37
Voru ekki sparimerki?
Halla Rut , 3.3.2008 kl. 15:34
Halla Rut svona er að vera orðin, "ung" var búin að gleyma
sparimerkjunum, en var ekki svo auðvelt að fá þau út,
held að ég hafi fengið mín út, að því að ég var í skóla.
En alla vega þá eru þeir sem ekki unnu ,voru heima með börn og bú
illa settir.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.3.2008 kl. 16:10
Hallgerður það er orð að sönnu sem þú segir, brotalamirnar eru margar og nauðsynlegt að bæta úr þeim.
Takk fyrir innlitið Einar gott að vera búin að fá mynd af þér, þó eigi sé hún skír. Var farin að halda að þú værir sportbíll
Ásthildur var það ekki eitthvað svoleiðis, mundi það ekki.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.3.2008 kl. 16:19
Fólk fékk þau út ef það gifti sig eða keypti íbúð. Þetta er nú fyrir mína tíð en man að bróðir minn sem er 10 árum eldir en ég var einhvern tíman að baksa við að ná þessu út.
Halla Rut , 3.3.2008 kl. 16:33
Man allavega eftir því að ég átti aldrei nein ósköp af þessum merkjum, hefði munað ef það hefði verið.
Fór líka að búa 1961, vann ekkert að ráði fyrr en ca.1980, nema heima, reyndar við kjúklingabú sem við vorum með.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.3.2008 kl. 18:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.