Fyrir svefninn.

Vilhjálmur hét maður, sem bjó á Stóra-Hólmi í Leiru
á síðari hluta 19. aldar.
hann var greindur maður og fyndinn í tilsvörum.
Sigríður hét kona hans.
þau áttu sonu tvo, er hétu Björn og Bjarni.
Sjófang geymdi Vilhjálmur niðri við sjó, og voru strákarnir
stundum sendir þangað að sækja í matinn.
Vilhjálmi  þótti þeir ærið seinir í förum.
Eitt sinn spyr hann konu sína, hvort hún sjái nokkuð til þeirra,
er þeir voru í slíkri för.
Konan segist halda, að þeir séu neðst í túninu.
,, Jæja", segir þá Vilhjálmur,
,, en sérðu hvort það er lífsmark með þeim?"

Háðsamir bræður.

                   Bræður háðir vamma vana
                   varpa hagsæld innra manns.
                   Smíða háð um smælingjana
                   smiðjubelgir andskotans.

                                             Góða nótt.Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Heheheh, góður.  Takk fyrir kveðjuna Milla mín.  Ég er bar hálf dofin eftir allt djammið um helgina.  Kem mér í gírinn á morgun vonandi. 

Ía Jóhannsdóttir, 3.3.2008 kl. 20:22

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Það er orðinn fastur liður hjá mér að segja góða nótt við Millu sína

Góða nótt Milla

Róslín A. Valdemarsdóttir, 3.3.2008 kl. 20:29

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góða nott elsku Milla mús   

Ásdís Sigurðardóttir, 3.3.2008 kl. 20:32

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góða nótt snúllur mínar nú er ég að fara í rúmið,
svolítið þreytt, tók smá í gegn í dag og fægði silfur í gríð og elg,
eins og það er nú skemmtilegt
Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.3.2008 kl. 20:33

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Góða nótt Milla mín

Huld S. Ringsted, 3.3.2008 kl. 22:05

6 Smámynd: Brynja skordal

Góða nótt Milla

Brynja skordal, 4.3.2008 kl. 00:21

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir mig þið eruð æðisleg.
Knús inn í daginn.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.3.2008 kl. 07:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.