Góðan daginn ættingar og vinir um allt land.

Er það ekki einhvernvegin þannig sem kveðjurnar hljóma
á Þorláksmessu?, en núna datt mér nú bara í hug
að smella þessu út í daginn.
Það getur hver lesið, sem vill, það er það góða við bloggið
að maður þarf ekki að lesa frekar en maður vill.
Þykir mér það skondið að lesa, að sumir ráðamenn,
séu að skíta í bloggið, sem er jú besti sveitasími, allar tíma.

Á Húsavík er ágætisveður, en það er samt mistur yfir bænum
í morgunsárið.
Fórum í mat til Millu og co. í gærkveldi, vorum mætt í fyrra fallinu,
Höfðum gaman, með ljósálfinum og litla ljósinu,
það er ekki mjög erfitt, við erum sko vinir þeirra segir sú litla.
Milla var með gamaldags buff og spælegg og að sjálfsögðu
var rauðkál. gr. baunir og rabbarasulta.
Allir sögðu af hverju er maður ekki oftar með þennan mat
hann er svo góður, en svona er þetta.
Yfir matnum var ýmislegt rætt, allt ruglið í þessu blessaða landi okkar, 
og að báturinn, hjá þeim feðgum væri að verða tilbúin,
það er búið að taka tíma sinn eins og ævilega er keyptur er nýr
bátur, fyrst fer hann í slipp ýmislegt þarf að gera, síðan heim að bryggju
og dyttað að honum þar til allt er tilbúið og nú vantar bara gæftir.
Það var aðeins rætt um páskana.
Fyrirhyggjan og stjórnsemin er víst rík í mömmu gömlu,
en þau verða bara að þola það, því ég þoli ekki að allt sé skipulagt
á síðustu stundu, Bingó.

Jæja ætli mér veiti af að fara hafa mig í sturtu og snyrtingu,
er að fara í þjálfun kl. átta, þá kíki ég á fréttirnar.
              Kærleikskveðjur til ykkar allra
              og hafið góðan dag.
                    Milla.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Góðan daginn Milla, já það hljómar vel buff, spælegg og allur pakkinn, minnir mann á gamla daga og ekki svo vitlaust að hafa þetta í matinn. Hafðu góðan dag. kv. Guðborg

Guðborg Eyjólfsdóttir, 7.3.2008 kl. 06:57

2 Smámynd: Erna

Góðan daginn Milla, buff og spæliegg var eitt af því fáa sem ég kunni að elda þegar ég byrjaði að búa og það er reglulega í matinn hjá mér og verður það áfram,enda er ég líka svolítið gamaldags eins og buffið  Gangi þér vel í þjálfuninni.

Erna, 7.3.2008 kl. 07:34

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Stelpur mínar, já buffið bregst ekki og öllum finnst það gott.
Gæti ekki verið án þess að fara í þjálfun, er allt árið,
búin að vera síðan 1998 geri aðrir betur
                   Kveðja inn í daginn
                         Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.3.2008 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband