Maður hefur nú ætíð vitað þetta.

Allar götur hefur maður nú vitað það að hamingjan
er ekki föl fyrir peninga.
Að erfa hana að svo miklu leiti sem það er hægt,
það tel ég vera nokkuð rétt því að sumar fjölskyldur eru alltaf kátar
aðrar, svona stífar eins og maður segir, en undantekningar eru til
allstaðar hvar sem þú lýtur.
Genin erfast, en þau geta erfst svo langt aftur í ættir, að engin
kannast við þau.
Þá er sagt hvaðan kemur þetta barn eiginlega?
Rannsókn þessi er til að finna út af hverju sumir eru
hamingjusamir, en aðrir óhamingjusamir. Mér er spurn.
Geta þeir breytt einhverju? og þá hvernig?
                            Góðar stundir.


mbl.is Hamingjan er arfgeng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já móðir kær, þetta er að sjálfsögðu rétt, peningar eru böl,
af peningum verða menn Apar.
                  Knúsý kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.3.2008 kl. 10:17

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er alveg sammála þér Milla mín.

Eigðu góða helgi.

Kristín Katla Árnadóttir, 7.3.2008 kl. 10:49

3 Smámynd: M

Held það sé mikið til í þessu að gleðigen erfist. Eins og þú segir, sumar fjölskyldur þvílíkt hressar meðan aðrar eru þungbúnar. 

Peningar veita ekki hamingju, en þeir létta undir. Þú lifir ekki án peninga og skipta þeir heilmiklu því miður. Ekki á það bætandi að standa í ströngu og vera blankur í ofan á lagt.  Finnst fólk tali um að það sé enginn millivegur, annað hvort blankur eða forríkur í þessu sambandi.

Annars er mesta hamingjan fólgin í góðri heilsu

M, 7.3.2008 kl. 10:55

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hvað er hamingja?  Mín hamingja er heilbrigði, minn lífsförunautur, giftusamleg börn og barnabörn. 

  Hvort þetta finnst í genum veit ég ekki.  Sumir eru alltaf kátir útavið þrátt fyrir að innra með þeim ríki eintómt myrkur.  Það kalla ég að lifa í gerviheimi.  Sem dæmi:  Þú hringir í vinkonu þína og spyrð:  Hvernig hefur þú það?  Ég hef það bara rosalega fínt er svarið en sjálf veit ég að hún hefur það bara djöfulli skítt.  Af hverju ekki að segja eins og er, æ ekki alveg nógu gott. Eins og það sé einhver skömm að viðurkenna að maður er ekki alveg í sjöunda himni alla daga.  Jamm.. lífið er hverfult   

Ía Jóhannsdóttir, 7.3.2008 kl. 11:53

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Katla mín góða helgi.
Vonandi er Bjartur farin að sætta sig við hringinn sinn
                              Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.3.2008 kl. 12:15

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

M. sammála þér að án peninga getur maður ekki verið,
en millivegur er til, maður verður bara að vera svolítið nægjusamur.
Er búin að prófa allan pakkann. Ekki gaman að vera blankur, en það
bjargast einhvernvegin, verst þykir mér að vera blankur vegna einhvers sem maður hefur ekki stofnað til sjálfur.
Ekki er ég búin að vera heilsugóð í afar mörg ár, en á mikinn
kærleika og gott skap. Það er nefnilega engum að kenna að ég er ekki heilsuhraust, svo maður verður bara að vera hamingjusamur.
                          Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.3.2008 kl. 12:27

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ía mín mikið rétt hjá þér hamingjan felst í því sem maður sjálfur
skapar, og það er engin sem getur sagt að hamingjan sé svona  eða svona. og auðvitað erum við ekki alltaf í toppformi.
                        Kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.3.2008 kl. 12:30

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það getur enginn fært okkur hamingjuna, við sköpum hana algjörlega sjálf. Auðvitað er gaman að fólki sem er alltaf kátt og hlæjandi en mikið ófskaplega getur verið líka þreytandi að vera í kringum fólk sem getur aldrei verið alvarlegt.

Huld S. Ringsted, 7.3.2008 kl. 12:37

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Allt er gott í hófi og ég er sammála því að fólk sem aldrei getur verið
alvarlegt, er leiðigjarnt.
                         

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.3.2008 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband