Flest málin sifjaspellsmál.
7.3.2008 | 13:14
Á síðasta ári leituðu 527 einstaklingar til Stígamóta,
og þar af voru ný mál 277 talsins, en alls var fjöldi
ofbeldismanna 418 og hafa þeir ekki verið jafn margir
síðan 1994, samkvæmt ársskýrslu Stígamóta.
Flestir sem leituðu til Stígamóta höfðu orðið fyrir sifjaspellum.
Er nokkuð óhugnanlegra til en að sjá þetta svona svart á hvítu,
og að mínu mati er þetta bara brot af óhugnaðinum sem gerist
í kringum okkur.
Við verðum að vakna til vitundar, allir, kennarar, leikskólakennarar,
umsjónarmenn af öllu tagi, foreldrar, ættingjar og allt fólk.
Ef við erum ekki vakandi yfir börnunum, og meðvituð um ef
þeim líður ekki vel, þá fær þetta endalaust fram að ganga.
Unga fólkið okkar þessar elskur, ekki segja Æ,
þetta eru bara unglingastælar,
ef þau breyta hegðun sinni á einhvern hátt.
leitið í huganum að ástæðu fyrir breytingunum. Ekkert ungt fólk
umturnast bara við að fara á einhvern unglinga aldur,
eins og fullorðna fólkið kallar það.
Tökum okkur á og gerum eitthvað í málunum NÚNA.
Góðar stundir.
Flest málin sifjaspellsmál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er algerlega sammála þér Milla. Við eigum að láta okkur málin varða ef við sjáum/finnum eitthvað sem er ekki eins og það á að vera í okkar nánustu. Við eigum aldrei að yppa öxlum og líta undan ef við sjáum eitthvað misjaft í gangi heldur skipta okkur af, líka bara á útihátíð t.d. Með því að láta okkur málin varða getum við bjargað saklausri sál frá lífstíðalangri kvöl og pínu. Mjög þörf umræða og mjög nauðsynlegt málefni.
Tiger, 7.3.2008 kl. 14:07
Úff, gott að ég er góður unglingur, ekkert vandræðabarn Nema þá að ég tek ekki til þegar ég á að gera það.....
Knús á þig elsku Milla
Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.3.2008 kl. 14:40
já mjög þörf umræða og ber að taka svona mál alvarlega ef maður hefur grun um að eitthvað óeðlilegt er í gangi svakalegar tölur eru þetta úff
Brynja skordal, 7.3.2008 kl. 15:42
Tiger, sæt tvíburamyndin alveg eins og mínar,
Við eigum að láta okkur málin varða,
útihátíðir, hef aldrei farið á slíka, held ekki mín börn heldur og þó
bara man það ekki. Þú bara veist ekki hvað margir yppta öxlum og skipta sér ekki af, það gæti orðið óþægilegt.
Ég gæti ælt á svona svör. Já þetta er þörf umræða, það er líka þörf á að hrista upp í fólki, vekja það til umhugsunar um ógeðið sem er að gerast í kringum það.
Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.3.2008 kl. 16:57
Róslín mín, um helgina upphófust heimspekilegar umræður á milli mín og tvíburana minna,(ekki óalgengt) aðallega snerist þetta um heilastarfsemina, á endanum spurðu þær mig hvað væri hægt að gera til að seinka því að maður fengi minnistap, svona eins og ég og mamma þeirra væru orðnar ég setti mig víst í mínar frægu stellingar, O Hó best að slaka á sögðu þær nú kemur ræða frá ömmu.
Það sem ég tjáði þeim var að allt lífið byggðist á skipulagi, eftir því sem þær hefðu meira skipulag á öllum hlutum, t.d. að ganga alltaf frá öllu strax eftir sig, hafa hirslur undir alla hluti, og laga alltaf til í herberginu sínu, í kringum tölvurnar sem eru í öðru herbergi,
þá mundi það seinka því að þær fengju minnistap.
Þær eru nefnilega eins og þú snótin mín, ekkert vesen á þeim,
en húðlatar að taka til hjá sér, en þetta með skipulagið er dagsatt.
Knúsý kveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.3.2008 kl. 17:11
Sammála þér Brynja mín.
Hver er frænka þín í Stórum Stelpum???
Knúsý Kveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.3.2008 kl. 17:13
Þessvegna er ég svona hrikalega gleymin Skírir margt fyrir mér..
Ég veit nú ekki hvernig ég verð í framtíðinni, ég mun ekki muna neitt t.d. þegar ég verð ólétt
Ég tek til á morgun, annars má ég ekki fara á Laugar í Sælingsdal!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.3.2008 kl. 17:26
nei þetta er hörmungar ástand á ykkur snúllum, eins yndislegar og þið eruð. Hvernig heldurðu að fari fyrir snótunum mínum?,
er þær ná sér í eiginmenn þá gleyma þær hver á hvern
Það er eins gott að þú lagir til því Sælingsdalurinn er alveg
æðislegur.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.3.2008 kl. 17:39
Þetta eldist vonandi bara af manni, allavega tiltektin, ekki gleymnin!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.3.2008 kl. 17:41
Að sjálfsögðu þroskist þið upp í verða fyrirmyndar tiltektarsnúllur,
en svo er annað í spilunum, mennirnir geta gert þetta.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.3.2008 kl. 17:54
Tjah, minn kærasti stendur sig allavega betur í að taka til en ég, enda hefur hann fullt af skúffum, ekki ég.
Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.3.2008 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.