Bloggarar taka sig saman og vilja ,,bjarga Vestfjörðum".

Kæru Vestfirðingar, allar götur síðan ég man eftir mér,
hafa Reykvíkingar haft horn í síðu Vestfjarða.
Afi minn tjáði mér að það væri vegna þess að þeir öfluðu
þjóðarskútunni það vel, að sunnan-menn urðu afbrýðissamir.
Afa hló í kampinn og taldi þetta gott á sunnan-menn.
Sjálfur var hann vestfirðingur þó af suðurfjörðum væri.

Mikið vatn er runnið til sjávar síðan þetta var, oft hefur verið þörf,
en nú er nauðsyn.
Sumir telja að þarna búi bara sérvitringar sem sjá bara
gamaldags atvinnuvegi eins og sjósókn og fiskvinnslu.
Ja hérna er það nú orðið gamaldags atvinnuvegur?

Kæru bloggvinir í fyrstu var ég afar hrifin af þessari hugmynd um
olíuhreinsi-stöð fyrir vestfjarðarsvæðið,
en eftir að hafa séð mynd af einni slíkri,
setta inn í landslag við einn fjörð fyrir vestan, já þá fór ég nú að hugsa,
þetta leit hræðilega út, en atvinnu verður fólk að hafa,
og hún þarf að koma strax.

Ég bjó á Ísafirði í 9 ár og aldrei sá ég nú þessa sérvitringa sem
um er talað, en mörgum frekju þverhausum kynntist ég,
en eigi er það löstur að mínu mati,
því á þvermóðskunni, heiðarleikanum frekjunni og
eljuseminni hafa þeir fleytt sér áfram undanfarin ár.
Það þarf meiri frekju, hörkufrekju og endalausa frekju
til að ná einhverjum árangri.

Þessi hópur mun hafa allt þetta í gena-veganesti, 
fyrir bættum atvinnuháttum í byggðum Vestfjarða.
Óska ég þeim alls hins besta og vona að þeim gangi betur
heldur en fyrirrennurum sínum í þeirri baráttu.
                     Góðar stundir.




mbl.is Bloggarar taka sig saman og vilja „bjarga Vestfjörðum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Hallgrímur Óli Helgason, 7.3.2008 kl. 16:33

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis Hallgrímur Óli.
              Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.3.2008 kl. 17:15

3 Smámynd: Ársæll Níelsson

Er fólk af suðurfjörðunum minni vestfirðingar en til dæmis ísfirðingar?

Ársæll Níelsson, 7.3.2008 kl. 17:42

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Margir töldu svo, já. En hlerað hef ég að gamli góði hrepparígurinn hafi þar spilað inn í.
Sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.3.2008 kl. 17:50

5 Smámynd: Ársæll Níelsson

Ísfirðingar hafa reyndar lengi talið sólina stíga og setjast í afturendanum á sér. Þeir á suðurfjörðunum fá stundum að fljóta með á meðan Stranda- og Reykhólafólk hangir í lausu lofti.

Ársæll Níelsson, 7.3.2008 kl. 18:41

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er sammála þér Milla mín

Kristín Katla Árnadóttir, 7.3.2008 kl. 18:57

7 Smámynd: Ragnheiður

Ég myndi vilja fá aðra atvinnumöguleika fyrir vestan, ég er mikill aðdáandi vestfjarða og finnst hvergi fallegra. Þangað reyni ég að fara á hverju ári, bara til að hlaða batteríin.

Ragnheiður , 7.3.2008 kl. 19:26

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nú er það svoleiðis Ársæll eru það Ísfirðingar sem ráða?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.3.2008 kl. 19:33

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Katla gaman að heyra. annars veit maður ekkert hvað er svosem rétt,
en maður segir bara sína skoðun
                                              Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.3.2008 kl. 19:36

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragga mín er nú ekki hissa á því að þú skulir dá Vestfirði
Þeir eru stórkostlegir og þykir mér afar vænt um þá.
Auðvitað vill maður ekki sjá svona skrímsli við einhvern fjörðinn.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.3.2008 kl. 19:39

11 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Leyfum fólkinu sem býr þarna að ráða....í undirbúningshóp he he Vopnfirðingur og ein frá Sandgerði ...halló

Einar Bragi Bragason., 8.3.2008 kl. 00:12

12 Smámynd: Ársæll Níelsson

Nei Milla, en þeir halda það stundum og hafa hæst.

Einar: Sandgerðingurinn sem um ræðir er reyndar brottfluttur vestfirðingur.

Ársæll Níelsson, 8.3.2008 kl. 00:39

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Einar auðvitað leifum við þeim að ráða, hvað annað mér er spurn.
Ársæll kemur inn á að Sandgerðingurinn sem um ræðir sé brottfluttur vestfirðingur og er það rétt, Jakob er að vestan í húð og hár það er einnig Ásthildur, veit ekki með Rósu.
Nota bene! það er ekki málið, þetta snertir ekki bara Vestfirði heldur allt landið að mínu mati, ef að það mundi til dæmis gerast, að olíuskip mundi farast við strendur Íslands, varðar það þá ekki alla landsmenn?
Þar af leiðandi sé ég ekkert að því að allir sem vilja etja þessa baráttu megi það sama hvaðan þeir eru.
                       Kveðjur til ykkar beggja
                            Milla.
Ps. Er frekt af mér
að spyrja: ,,Hvaðan ert þú Ársæll?"

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.3.2008 kl. 07:52

14 Smámynd: Ársæll Níelsson

Það er ekkert að því að spyrja. Ég kem frá Tálknafirði.

Ársæll Níelsson, 8.3.2008 kl. 14:47

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sumir vilja ekki að fólk viti hvaðan það er.
Föðurafi minn fæddist að Hvallátrum, Rauðasandshreppi í
Vestur Barðastrandarsýslu. Svo það var mikið talað um Vestfirði í kringum mig er ég ólst upp. Tálknafjörður er afar fallegur staður, í fyrsta skipti sem ég kom þangað (mörg ár síðan) vörum við að keppa í bridge, áttum við skemmtilega helgi með kátu fólki, og auðvitað var farið með okkur í pottinn fyrir utan bæinn.
Síðan er ég bjó á Ísafirði fórum við oft sunnudags rúnt, fórum á Bíldudal, tálkna í sund flott sundlaugin síðan eitthvað að borða
fórum svo á Patró, flottur rúntur það.
                          Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.3.2008 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband