Fyrir svefninn.

Púlli gerði einu sinni út bát í félagi við tvo
Vestmannaeyingja.
Þeir stunduðu róðra, en hann sá um bókhaldið.
Einu sinni fór báturinn með aflann til sölun í Reykjavík.
Landsbankinn, sem hafði lánað til útgerðarinnar, krafðist
reiknisskila fyrir þessa ferð. Púlli fer nú til annars félaga
sins og tjáir honum þetta.
,, Ég get engin reikningsskil gert á því", svaraði félagi hans.
,, Ég skrifaði aflamagnið bara á fjöl".
,, Við sendum þá Landsbankanum fjölina", segir Púlli
og það gerði hann.

Um Brúðhjón.

                             Hlýtur byrði hreppurinn,
                             --hrellir firða grandið,
                             ef að hirðir anskotinn
                             ekki spyrðubandið.

Fjöllyndi.

                            Mörg er vist og víða gist,
                            varir þyrstar, dans og læti.
                            Ein er kysst og óðar misst,
                            önnur flyst í hennar sæti.
                                             Þormóður Ísfeld Pálsson.

                                                                Góða nótt.Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Góða nótt Milla mín

Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.3.2008 kl. 20:24

2 Smámynd: Brynja skordal

Alltaf gaman að lesa sögur þínar fyrir nóttina góða nótt mín kæra

Brynja skordal, 7.3.2008 kl. 22:45

3 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Góða nótt mín kæra

Guðborg Eyjólfsdóttir, 8.3.2008 kl. 00:07

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir innlitin snúllur.
Knúsý kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.3.2008 kl. 07:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband