Miðinn kostar 70 þúsund og engin fær frítt.

Vikuna 1.- 8. mars hefur Fiðrildavikan staðið yfir,
en henni var hrint af stað til að vekja athygli á
ofbeldi gegn konum í Þróunarlöndum og stríðshrjáðum
svæðum.
Unifem á Íslandi á heiðurinn af vikunni og lýkur henni
í kvöld með gala kvöldverði sem verður í Frímúrarahöllinni.
Miðinn kostar heilar 70 þúsund krónur, og það er uppselt
en salurinn tekur 800. manns í sæti við borð.
Klæðnaður á að vera hvítur, og munu þær bera eitthvað
sem minnir á fiðrildi, markmiðið er blaka vængjum og
og skapa ævintýralega stemmingu.
Á Fiðrildahátíðinni verður uppboð á ýmsum munum,
til að afla meira fjár í málefnið.

Gestastjarna kvöldsins verður Utanríkisráðherra Líberíu.
Margir frábærir listamenn munu skemmta konunum.

Aðalskipuleggandi að hátíðinni er Elínrós Lindal blaðamaður,
en Kristín Ólafsdóttir kvikmyndagerðarkona er verndari
samtakana.

Frábær endir á góðri viku, við erum bara að verða eins og í
Ameríkunni, og gott að við skulum eiga svona ríkar og góðar konur.
Það væri nú gott ef þær mundu vilja huga að fátæktinni
hér heima. Bara smá hugleiðing.
                         Gangi þeim allt í haginn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ætli við séum ekki sammála í þessu eins og svo mörgu öðru,
en þær verða nú að vera eins og fínu frúrnar í Ameríkunni.
Svo fá þær mynd af sér í erlendum blöðum.
                       

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.3.2008 kl. 18:04

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ef ég ætti nóg af peningum myndi ég styrkja þetta málefni allt öðruvísi..

Róslín A. Valdemarsdóttir, 8.3.2008 kl. 18:09

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þetta er "þotulið" Íslands þetta er nú þrælgott framtak hjá þessum konum en mikið væri nú gaman að þær gerðu eitthvað svona fyrir fólk hér heima.

Huld S. Ringsted, 8.3.2008 kl. 19:48

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

SUmir þurfa alltaf að láta vita hvað þeir eru góðir, geta ekka bara gefið og fengið í staðin gleði í hjarta.  Sammála ykkur Milla og HALLA.  Knús á línuna dúllurnar mínar

Ásdís Sigurðardóttir, 8.3.2008 kl. 20:01

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já elskurnar mínar við mundum gera þetta öðruvísi, enda erum við mektarkonur með mikla reynslu.
                                  Knúsý kveðjur Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.3.2008 kl. 20:14

6 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Eitt sem ég sé enn verra við þetta, þær sem eiga kannski ekki peninginn til að mæta en langar það rosalega, hvað eiga þær að gera?

Róslín A. Valdemarsdóttir, 8.3.2008 kl. 20:21

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elskan mín þær geta ekkert gert, þær mundu ekki passa inn í félagsskapinn, enda konur sem eiga ekki fyrir því að fara svona
hafa heldur engan áhuga á því.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.3.2008 kl. 20:43

8 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Nei sem betur fer hafa þær ekki áhuga á því..
Ég myndi samt vilja mæta þarna bara til að sanna hin ýmsu mál, ætli ég fljúgi ekki bara á einkaþotunni til Reykjavíkur, læt opna fyrir mig einhverja búð, vel föt og fer til make-up snillings og treð mér inn í vinskapinn.

Nei, mér snýst hugur, frekar vil ég fara á Laugar

Róslín A. Valdemarsdóttir, 8.3.2008 kl. 20:46

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Fyrirgefðu Milla ertu ekki bara að djóka.  70.000.- miðinn!!!!!!! per haus?  Ég held að ég hafi fengið aðeins og mikið rauðvín í kvöld eða þetta hlýtur að vera prentvilla hjá þér???????

Ía Jóhannsdóttir, 9.3.2008 kl. 02:08

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ía, Nei, nei, ekki of mikið rauðvín, las þetta í blöðunum og ekki ljúga þau, allavega ekki um svona skrautsýningu, flott skal það vera.
Alveg öruggt er það að allar þessar konur hafa komið í bíl með einkadræver, ekki hafa þær ekið sjálfar.
Ég fer nú að trúa því að það sé orðin mikil stéttarskipting á Íslandi,
maður verður ekki svo mikið var við þetta úti á landi, en þetta er víst orðið að veruleika.
                                 Kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.3.2008 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.