Fyrir svefninn.
8.3.2008 | 21:14
Pálmi hafði gaman af því, eftir að knennfólk fór að sækja skólann,
að færa talið í kenslustundunum að klámkendum orðum,
þó hann gætti að vísu alls hófs í því.
Einu sinni var hann að láta stúlku beygja orðið tittur.
Loks segir Pálmi: ,, Þekkið þér nokkuð smækkunarorð af því?"
,, Já," segir stúlkan, ,,tittlingur. Það er heiti á algengum spörfugli".
,, rétt", segir Pálmi, ,,og svo er það líka til í ennþá algengari
merkingu, sem allir þekkja".
Stúlkan roðnaði og svaraði engu.
,, Jæja", segir þá Pálmi. ,, Við sleppum því þá núna.
Þér kannist betur við það seinna".
Gústaf A Jónasson frá Sólheimatungu sendi Helga Jónassyni,
lækni á Stórólfshvoli, þessa vísu á sextugsafmæli hans í vor,
sem leið:
Sextíu ár er ekki hár
aldur á voru landi.
Helgi er klár í hundrað ár,
ef hann fær tár af Brandi.
Eitthvað má að öllu finna.
Málgar konur, brekótt börn
bændur gera feiga.
þó er nóttin þrautagjörn
þeim sem hvorugt eiga.
Guðm. Friðjónsson.
Góða nótt.
Athugasemdir
Góða nótt Milla mín og eigðu góða viku
Heyri í þér á næsta föstudag eða laugardag vonandi, risaknús þangað til
Róslín A. Valdemarsdóttir, 8.3.2008 kl. 21:16
<----- sendum þessa á Pálma til að athuga hvort hann sé ekki bara allur í huganum og kjaf.... eða þannig. Kannski hún geti kennt honum sitt lítið af hverju sko... *hehehe*.
Tiger, 8.3.2008 kl. 21:19
Guðmundur var sko frændi minn humm humm, flottur kall. Kær kveðja og GN
Ásdís Sigurðardóttir, 8.3.2008 kl. 21:20
Risaknús á þig Róslín mín, auðvitað heyrir þú í mér er þú kemur heim aftur. Kveðja og skemmtu þér vel
Millasnótin mín.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.3.2008 kl. 21:26
Tiger var farin að örvæææææææææænta hélt þú værir flúin af hnettinum, eða þannig, uss hann Pálmi ef hann væri uppi í dag mundi hann fá slag ef hann sæi eina svona gellu með svipu.
Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.3.2008 kl. 21:29
Ásdís mín var hann frændi þinn hefur, þú þá ekki erft eitthvað af genunum hans, gætir kannski slett fram smá vísu.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.3.2008 kl. 21:31
Rétt að kíkja á þig, góða nótt Milla mín
Huld S. Ringsted, 8.3.2008 kl. 21:36
Ef Helgi Jónasson læknir hefur orðið sextugur síðastliðið vor þá hefur það verið annað sextugsafmælið hans. Og langt á milli afmælanna!
Árni Gunnarsson, 8.3.2008 kl. 21:47
Gaman af þessu
Gn.ástin
Solla Guðjóns, 8.3.2008 kl. 22:59
Er seint á ferð núna var með gesti hafðu ljúfan sunnudag og góða nótt
Brynja skordal, 9.3.2008 kl. 01:57
Góða nótt á þig kæra frænka. Ég kíki á þessa bók sem þú nefndir hjá mér. Knús á þig
Ásgerður , 9.3.2008 kl. 03:39
Takk snúllurnar mínar eigið þið góðan dag í dag,
gaman að heyra í þér Ásdís mín.
Ásgerður mín ég vona að þú fáir þessa bók.
Kærleikskveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.3.2008 kl. 09:05
Góðan dag Árni Gunnarsson, satt segir þú, þar sem bækur þær sem ég rita upp úr í bloggi mínu Fyrir svefninn, eru flestar gefnar út um1935 og heita Íslensk fyndni. Þar rita ég orðrétt upp úr þeim bókum.
Kveðjur inn í góðan dag þér til handa.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.3.2008 kl. 09:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.