Foreldrum kennt -- ekki kennt um.

Las Ágæta upplýsinga grein um fjölskylduráðgjöf, 
barnauppeldi og foreldrakennslu í Fréttablaðinu í gær.
Þar er talað um meðal annars að það sé búið að bjóða
á Vesturlöndum, leiðsögn í listinni að vera gott foreldri
í eitt hundrað ár í dag.

Íslendingar voru nú trúlega ekki komnir út úr moldarkofunum
er ég átti mitt fyrsta barn, því eigi man ég eftir því að manni 
væri boðið upp á slíka þjónustu er maður var að ala upp börnin sín,
enda datt manni ekki í hug að það væri eitthvað sem væri
nauðsynlegt, það gekk bara vel að ala upp börnin, maður
notaðist við það sem maður var sjálfur alin upp í og hrærði
fullt af kærleika og þolinmæði í pottinn.
Ekki segi ég að maður hafi verið fullkomin, en gert var eins og
maður kunni í hvert skipti fyrir sig.

Þessi námskeið sem umræðir eru að mínu mati frábær og er það
Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskyldu-ráðgjafi hjá ÓB ráðgjöf ehf.
sem deilir með okkur fróðleik þessum.
Hjartanlega er ég sammála honum um nauðsyn þess að betra sé
fyrir foreldra að vera í stakk búin til að takast á við hlutverkið
"Foreldri". Í Keflavík þekki ég til þessara mála og hefur þetta gefið
góða raun.

Svo er það önnur saga að margir foreldrar vilja ekki fara á svona
námskeið, halda að það sé verið að tala um að þau séu vanhæf,
en það er alls ekki raunin. Allir þurfa að fá fræðslu.

Vona ég að allir sjái sér fært að halda svona starfi áfram,
því hér fyrir nokkrum árum var þetta ekki í boði.
hvorki fyrir börn eða foreldra þó brýn nauðsyn væri á,
og víða er pottur brotinn í velferðar og samvinnumálum
að betra lífi fyrir fólk og börn.
                                                      Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta er mjög góð grein hjá þér og allt satt og rétt.

Eigðu góðan dag elskan.

Kristín Katla Árnadóttir, 9.3.2008 kl. 13:24

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis Katla mín, knús

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.3.2008 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband