Samþykktir með 88% greiddra atkvæða.

Var svo vitlaus eina ferðina enn að halda að menn
mundu nú fara að rísa upp á afturlappirnar og segja nei.
En áfram vill fólk láta níðast á sér.
Launahækkunin er löngu horfin í hækkunarhítina svo minna
en ekkert er eftir og þetta hefur ætíð verið svona.
Síðan byrjar vælið og skælið yfir þessu og hinu, en hverjum
var að kenna að ekki fór betur?,
jú launafólkinu sjálfu, það trúir öllu endalaust og trúir á
alla nema sjálfan sig.
Ég hef nú bara skömm á þessu.


mbl.is SA samþykkja kjarasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

það voru nú bara 38,2% sem kusu þannig að það hljóta þá þeir sem létu ekkert í sér heyra að þeir hafi verið sammála þessu :)

Guðborg Eyjólfsdóttir, 10.3.2008 kl. 11:41

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Merkilegur andskoti.  Þetta er bara það sem fólk vill eða þá að það er of værukært. 

Ásdís Sigurðardóttir, 10.3.2008 kl. 12:24

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

 Er bara öskureið getur fólk ekki einhvertímann staðið með sjálfum sér.
Værukæri og þeir sem sitja heima, samþykkir nei ekki endilega,
Fólk gerir sér ekki grein fyrir því að það þarf að berjast fyrir rétti sínum. Það heldur að aðrir reddi þessu.
Er orðið samdauna og sættir sig bara við hvað sem er.
Svona er það búið að vera í áraraðir, engin nennir á verkalýðsfundi,
þannig að það er varla hægt að skipa í nefndir, og þeir sem ekki sinna sínum málum, væla mest.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.3.2008 kl. 13:28

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Bara fljótheita knús í bili

Solla Guðjóns, 10.3.2008 kl. 13:41

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er svo sammála þér Milla mín

Kristín Katla Árnadóttir, 10.3.2008 kl. 13:43

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rétt hjá ykkur snúllur mínar. knúsý knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.3.2008 kl. 14:05

7 identicon

 arggggh, ég sagði nei og skrifaði nei líka í kjörseðil húsbandsins, en það dugði víst ekki hnusssssh!

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.