Flott mynd eða þannig.

Hvernig stendur á því að lyf eru ódýrari í Færeyjum
en á Íslandi?
Af hverju er ekki hægt að gera jafngóða samninga fyrir
vora þjóð?, eins og Færeyingar gera fyrir sína þjóð.
Er nú alveg hætt að skilja þetta rugl, svo ég tali nú ekki
um lyfjaleysið sem hrjáð hefur landið, ja síðan síðast-liðið haust.
Hvað veldur? starfsfólki í Apótekum er sagt að segja,
að þetta sé vegna þess að við séum svo fámenn þjóð,
HALLÓ!. Við erum ekki hálfvitar!!! 
Hvað með frændur okkar Færeyingana,
Fá þeir svona góða samninga út á fólksfjöldann,?
eða eru okkar menn svona lélegir?.
Verð að segja: ,, Til hamingju Færeyingar með allt sem þið hafið
áorkað í gegnum árin, þið eruð frábær og glæsileg þjóð,
og afar skemmtileg heim að sækja".
Ingibjörg mætti hafa meir reisn yfir sér,
á þessari mynd er eins og hún sé að detta út á hlið.
Hún er nú einu sinni utanríkisráðherra.
mbl.is Lyf flutt inn frá Færeyjum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Held þetta hafi ekkert að gera með samninga.  Við fáum lyfið á góðu verði inn í landið, hins vegar er það skráningar ferlið fyrir hvert og eitt lyf sem er fáranlega dýrt og veldur þessu háu gjöldum.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 10.3.2008 kl. 14:35

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Æ Milla mín hehehhe Ingibjörg vinkonan á ská og skjön!  Ég segi nú bara ekki skrítið og ekki orð um það meir.

Ía Jóhannsdóttir, 10.3.2008 kl. 14:41

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nanna Katrín einhversstaðar liggur hundurinn grafin, og þá er að breyta því, nei örugglega ekki því ríkið græðir.
                                     Takk fyrir innlitið kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.3.2008 kl. 15:19

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sjáið þið ekki að Ingibjörg er í sömu kápunni og þegar Geir var að gefa henni undir fótinn í fyrra og þeim samdist. Þetta er samningarkápa, hún hllýtur að koma heim með eitthvað gott, á eftir að hitta Danadrottningu ofl.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.3.2008 kl. 15:19

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ía ertu að meina það, er hún vinkona þín, en ég meina það sko, stundum heldur fólk að það geti slakað á, en nei, það gengur ekki ,
þá lítur maður út eins og einhver kuðungur í stól.
Gísli pabbi hennar var lagermaður í fyrirtæki fjölskyldu minnar í áraraðir, ég þekkti hann vel, en henni kynntist ég ekkert hún er svo miklu yngri.
                           Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.3.2008 kl. 15:28

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég get ekki betur séð en að myndin sé tekin í Ráðherrabústaðnum
Svo þau hljóta að vera á Íslandi Ásdís mín Sig.
Ég sé líka alveg að hún er í kápukjólnum sem hún kom fram í er samningar tókust, ég veit nú ekki hvor gaf hverjum undir fótinn
                                 Kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.3.2008 kl. 15:41

7 Smámynd: Heidi Strand

Ríkið rukkar 24,5% virðisauka á öll lyf en aðeins 7% á coke

Heidi Strand, 10.3.2008 kl. 15:43

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þetta er ekki eðlilegt og ríkið er ekki að standa sig.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.3.2008 kl. 16:02

9 Smámynd: Tiger

  Æjá, það eru hálf undarlegir álagningartaktar sem sannarlega slá hérna á klakanum, alls skonar tollar, gjöld og álagningar í hinum skrýtnustu myndum. Svo er líka álagning lyfsala mjög grimm, gruna ég. Lyf ættu að vera leyfð keypt á annan hátt en bara í apótekum/lyfjaverslunum - mætti alveg leyfa frjálsan aðgang að þeim bara beint frá framleiðendum erlendis frá, gegn lyfseðli frá lækni. Knús inn í daginn gullmoli..

Tiger, 10.3.2008 kl. 16:42

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigríður ég er bara ekki sátt við að fólk skuli láta bjóða sér þetta.
                              Knús á þig Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.3.2008 kl. 16:45

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er bara allt grimmt Tiger minn og mér svíður, þegar fólk getur ekki keypt sér lyf vegna peningaleysis.
Álagning er hin gráðugasta, og virðisaukaskatturinn er til háborinnar skammar. og bara allt fjandans batteríið.

Svo kemur litla ljósið mitt sem verður 4 ára á morgun og langar að fara á you tupe, og ég segi, þá lagar þú til fyrst, svo kemur hún og segir: ,, gerðu svo vel maddama fröken fix, er búin að laga til,"
og maður skellir upp úr, það er ekki annað hægt, hún er algjör sólargeisli.
                         Knús á þig bestur. Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.3.2008 kl. 16:57

12 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þetta okur á öllu hér og mörgum milliliðum sem fá að mata krókinn hefur bara fengið að viðgangast. Fáránlegt sem það er

Huld S. Ringsted, 10.3.2008 kl. 17:19

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Veistu það Huld mín að ég hrekk við í hvert skipti sem við förum að versa, mér finnast allar vörur hækka dag frá degi.
við verðum bara að fara aftur í tímann og baka og svoleiðis,
hefur einhver tíma?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.3.2008 kl. 18:05

14 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er sammála þér Milla þetta er okur við erum búinn að eiða mög þúsundir í lyf þetta er mjög dýrt hér á landi.

Kristín Katla Árnadóttir, 10.3.2008 kl. 18:39

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Segi eins og þú Katla mín.
                     Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.3.2008 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband