Allt sem Mummi segir er satt.

Það er svo yndislegt að lesa svona viðtal,
eins og þetta við hann Mumma í Götusmiðjunni.
Það sem hann er að berjast fyrir núna, er samstarf
á milli bæjarfélaga á suðurlandi um eftirmeðferðarheimili
fyrir börn sem eru komin í vítahring glæpa og vímuefnaneyslu.
Þetta er það sem er búið að vanta, alla tíð.
Að vita að hann er ekki að gefast upp, er frábært.

Það sem mér finnst svo frábært að lesa í viðtalinu í 24 stundum.
Er það sem ég er búin að vera að hamra á við fáa vini, eða þannig.
það er alveg sama hvað hver segir, það þarf að byrja forvarnirnar
strax í leikskóla, ef við ekki hjálpum þeim þá,
fer fyrsta höfnunin fram sem barnið fær.
og það er ekki af hinu góða.

Fólki er afar tamt að skrifa allt sem er ekki línuhegðun á t.d.
frekju, athyglissýki, fyrstu gelgjuna, mótþróaaldurinn
og síðan á gelgjuna. þoli ekki þetta orð gelgjan.

Eins og Mummi segir er fullt af fólki sem er allt að vilja gert til
að vinna þessum málum vel, en það vantar skilning ráðamanna
fyrir nauðsyn þess að koma að þessum málum.

Við erum ekki velferðarþjóðfélag, segir Mummi.
Það er sko alveg rétt.
Einnig er það rétt að þegar börn fara úr meðferð þá er
ábyrgðin þeirra eða foreldrana, ef þau fara heim
og hvernig eiga þau að höndla stuðning við elsku barnið sitt.
Þó þau geri allt sem þau kunna og geta í það skiptið,
þá kunna þau það ekki.
                                        Góðar stundir.


mbl.is Götusmiðjan vill samstarf við sveitarfélögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er sjaldan hugsað um mannauðinn sem við missum,
ef við ekki hlúum vel að ungviðinu strax í byrjun

Einar, mín skoðun er sú að, það sé ekki hægt að líka þeim saman
Mummi er bara flottur maður.
                                  Kveðja til ykkar
                                    Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.3.2008 kl. 12:57

2 Smámynd: Heidi Strand

Forvarnir þarf að byrja á meðgöngunni.

Heidi Strand, 16.3.2008 kl. 13:42

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vel mælt hjá þér Heidi

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.3.2008 kl. 15:44

4 Smámynd: Rannveig Þorvaldsdóttir

Tek undir hvert orð hjá þér Milla mín

Rannveig Þorvaldsdóttir, 16.3.2008 kl. 19:37

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rétt mælt hjá þér Hallgerður mín, þjóðfélagið á að bera ábyrgð,
en er ansi lengi að taka hana og leysa úr málum.
gaman að heyra frá þér Rannveig mín, og ég veit að við erum sammála um æði margt.
                          Kveðja til þín og Maríu Dís.
                          Hefði verið gaman að hafa ykkur
                          með okkur í dag.
                                  gamla settið á Hólnum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.3.2008 kl. 20:03

6 Smámynd: Rannveig Þorvaldsdóttir

Rétt er það, ég veit það er líf og fjör á Hólnum þessa dagana  Það er orðið allt of langt síðan við vorum hjá ykkur síðast. En nú styttist í sumarið. VIð komum þá!

Bestu kveðjur til allra,

Rannveig Þorvaldsdóttir, 16.3.2008 kl. 20:29

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hlökkum til.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.3.2008 kl. 21:03

8 Smámynd: Ásgerður

Alveg er ég sammála þér Milla,,,það er alveg ótrúlegt hvað stjórnvöld eru alltaf seina að taka við sér, þetta er mál sem á að vera í forgangi, alltaf. Því þetta fólk er framtíðin,,það má ekki gleyma því.

Knús á þig frænka

Ásgerður , 17.3.2008 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband