Ljótan er nú bara að fara svolítið illa með mig.

Hósti, andarteppa (ekki reyki ég) hausverkur,
beinverkir og alles, þetta er ekkert sniðugt,
ég hef allt annað að gera en að vera veik.
Fór á fætur 8 í morgun til að borða smá og taka déskotans
meðulin sem halda hjartanu mínu í gangi, það er svo
erfitt að hósta svona þegar maður er ekki alveg heill,
sko eða þannig.
Fór aðeins í tölvuna, datt inn í rúm aftur svaf til 12.
Fór í bað og gerði mig fína og sæta til að fara í
afmælið, og það var svo gaman, er búin að borða yfir mig að vanda
ekki hægt annað hjá þeim Millu Jr. og Ingimar.
Ætla snemma að sofa í kvöld, þurfum að klára að versla á morgun
yfirfara allt á þriðjudag, síðan koma þau á miðvikudaginn.

                             Knús á ykkur öll.
                              Milla.InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Leiðinlegt að vera svona veik, vonandi nærðu þér samt sem fyrst

Róslín A. Valdemarsdóttir, 16.3.2008 kl. 20:41

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk snúllur mínar, þetta er held ég að losna og svo er hugsað vel um mig á allan handa máta.
                                            It's A Beautiful ThingKnús og kveðjur Milla. 





Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.3.2008 kl. 21:02

3 Smámynd: Heidi Strand

Ég óska þér góðan bata. Eitt ráð, borða hvítlaukur.

Heidi Strand, 16.3.2008 kl. 22:47

4 Smámynd: Tiger

 Snowstorm Eins gott Milla mín að klæða sig vel og hugsa vel um sig þegar kalt er í veðri eða miklar veðurbreytingar. Tala nú ekki um þegar fermingar eru og Páskar í nánd. Mundu bara ef þú ert með slæman hósta og háls - að drekka aldrei kalt úr ísskáp á meðan það er að lagast, kuldinn æsir upp. Farðu vel með þig ljúfust og knús á þig..





Tiger, 17.3.2008 kl. 02:40

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Heidi mín borða hvítlauk liggur við í allan mat, en alveg extra er ég verð veik, og þá verður maður að passa sig
allir æpa ojjjjjjjjjj.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.3.2008 kl. 09:42

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tiger míó. Fæ mér einstaka sinnum úr ísskápnum, aðallega mat.
Annars er ég mikið í engiferte, síðan nota ég hvítlauk c. vitamín,
sólhatt og bara nefniði það, en það sem virkar best eru olíurnar mínar sem ég kaupi af henni dóttir minni, blanda saman tegundum sem virka vel á ljótuna.
                               Knús kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.3.2008 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.