Fyrir svefninn.

Laufey Valdimarsdóttir var eitt sinn á ferð í bíl
með nokkrum kveinréttindakonum.
Þær töluðu margt um sín áhugamál,
og þótti bílstjóranum þær halla allmjög á karlmennina.
Hann sagði því:
,, en guð skapaði þó Adam á undan Evu".
,, Já", svaraði laufey, ,, en það var bara að því að
hann var að æfa sig".


Kona ein sem var skapvond og nöldursöm, sá mann
sinn vera að hreinsa pípuna sína. Hún sagði þá:
,, þú unir þér vel að dunda pípuna þína.
það mætti halda að þér þætti vænna um hana en mig".
,, Það er hvert mál, sem það er virt", svaraði maður hennar.
,, það er þó alltaf hægt að skrúfa af henni munnstykkið,
þegar hún verður súr".


Drykkfeldur maður hætti allt í einu að drekka.
Kunningi hans spurði, hverju það sætti.
,, Ja, ég skal segja þér", svaraði hann.
,, Ég var farinn að sjá tvær tengdamæður".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gaman af þessu fyrir svefninn Góða nótt elsku Milla mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 17.3.2008 kl. 23:15

2 Smámynd: Ragnheiður

Góða nótt

Ragnheiður , 17.3.2008 kl. 23:25

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Góða nótt elsku Milla

Róslín A. Valdemarsdóttir, 17.3.2008 kl. 23:36

4 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Góða nótt mín kæra

Guðborg Eyjólfsdóttir, 17.3.2008 kl. 23:44

5 Smámynd: Tiger

  Æi já,... stundum væri nú gott að geta skrúfað munnstykkið af sumum. En næsta víst að það væri misnotað ef hægt væri. Tvær tengdamæður - úff - það er tveim of mikið - neinei, segi nú bara svona. En hér fékk ég gott nesti í daginn því ég missti af þessu í gærkvöldi. Takk fyrir mig þó Milla mín og eigðu góðan dag!

Tiger, 18.3.2008 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband