Er einhver meining í tali okkar um kreppu?.
27.3.2008 | 09:05
Við erum mörg okkar búin að vera að tala um það
kreppuástand sem talið er að skelli á okkur innan tíðar.
Það er nú þegar komið, hefur verið að síast inn á okkur
í langan tíma, en það er eins og fólk trúi ekki á það.
Fólk trúir bara á þessa líka yndislegu háu herra sem
eiga að vinna að hag okkar peðanna.
Allir samþykktu samningana, voða glaðir, en það var búið
að sjá fyrir þeirri hækkun áður en þeir voru undirritaðir.
Ég hef ekki skilið fólkið í landinu í tuga ára,
það er búið að vera sinnulaust fyrir réttindum sínum,
heldur það virkilega að það sé í lagi að bjóða okkur upp á
endalausa niðurlægingu.
Nei það er ekki í lagi.
Fyrir 40 árum síðan voru flestir með góða og vel borgaða vinnu,
en samt var til fátækt, hún hefur alltaf verið til,
og mun alltaf verða til.
Lítill drengur reyndi að bjarga málunum.
Drengurinn kom inn í búð í plássinu sem hann bjó í.
Hann fór fram á lager, settist á stól og sagði: ,, Kona",
getur þú gefið mér brauð og mjólk, það er engin matur til
heima og systkini mín eru svöng og tárin láku niður fölar kinnar.
Hann bað ekki um mikið þessi elska og hann fékk það sem hann
bað um og meira en það.
Hann labbaði alsæll heim með poka fullan af mat.
Þetta er sönn saga. Og þetta hefur og verður ætíð til.
gerum eitthvað í heimamálum okkar, við verðum fyrst og fremst
að hlú að okkar, og við þurfum að berjast fyrir því.
Góðar stundir.
Athugasemdir
Það vantar í okkur þetta Franska mótlæti svo að við förum að rísa upp á afturlappirnar og mótmæal kröftuglega eins og frakkar gera, við erum alltof dugleg að láta hina háu herra valta yfir okkur.
Eigðu góðan dag Milla
Huld S. Ringsted, 27.3.2008 kl. 09:34
Rétt hjá þér Huld, og mér gremst það afar að fólk skuli láta fara svona með sig.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.3.2008 kl. 09:38
Ég er sammála ykkur við látum þessa háu herra valta yfir okkur nú er búið að hækka allar mjólkurvörur hvernig endar þetta.
knús
Kristín Katla Árnadóttir, 27.3.2008 kl. 10:47
Sama hér, baráttuhugurinn er til staðar en geri ekkert. Spurning að við bloggarar tökum höndum saman Bloggmótmælaganga ! Tökum strætó eins og Hallgerður gerir
M, 27.3.2008 kl. 10:55
innlitskvitt
Brynja skordal, 27.3.2008 kl. 11:04
Guð ég hef misst af því, tekur Hallgerður strætó???
Er með í mótmælagöngu á blogginu, eða við getum mótmælt eins og Danskar húsmæður, hætt að kaupa vörurnar sem hækka,
treystið þið ykkur í það???
Baráttukveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.3.2008 kl. 13:39
Morgunkornið og mjólkin að hækka, hvaða eiga börnin að fá í morgunmat ?
M, 27.3.2008 kl. 13:48
hafragraut með vatni útá
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.3.2008 kl. 14:22
Ég þyrfti svo að kvarta en ég ætla að sleppa því. Það gerir mig veika. Annars er ég í ágætis formi núna og til í mótmælagönguna.
Eva Benjamínsdóttir, 27.3.2008 kl. 14:41
Flott Eva mín kæra frænka, haltu áfram að þjálfa svo þú farir ekki
aftur í heilsuleysið,
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.3.2008 kl. 15:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.