Fyrir svefninn.

Katrín í Haga hafði erft mikið fje eftir foreldra sína
og var sjálf ágætlega efnum búin, enda vissi hún af því.
Katrín átti gjafvaxta dóttur, sem trúlofaðist og giftist,
síðar manni sem Þorbjörn hjet. Hann var efnismaður
og og þjóðhagasmiður, en fátækur.
Vinkona Katrínar heimsótti hana nokkru eftir að
dóttir hennar giftist, óskar henni til hamingju með
tengdasoninn og segir, að hún geti verið ánægð með
Þorbjörn, því hann sje mesti efnismaður.
>> O, jæja,<< sagði Katrín, >> ekkert lagði hann nú
til í búið nema tólin.<<


Staka.

             Fríðri ann ég baugabrú
             bröttu á Ísastræti.
             Hún fór þversum.-- Hana nú!
             Hvaða bölvuð læti!
                                       Magnús Teitsson.

Til stúlku.

            Þú ert ekki, Þura, stillt,
            þegnum sýnir hrekki.
            Stríðir þú við stuttan pilt,
            en strákurinn vill þig ekki.
                                       Magnús Teitsson.

                                                   Góða nótt.Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Góða nótt Milla mín

Ragnheiður , 27.3.2008 kl. 20:48

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Var að koma heim eftir skemmtilegan dag. Segi frá því á morgun

Ía Jóhannsdóttir, 27.3.2008 kl. 21:18

3 Smámynd: M

M, 27.3.2008 kl. 21:48

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Skemmtileg frásögn. Góða nótt elsku Milla mín

Kristín Katla Árnadóttir, 27.3.2008 kl. 21:53

5 Smámynd: Erna

Sofðu vel Milla mín

Erna, 27.3.2008 kl. 22:49

6 Smámynd: Brynja skordal

Góða nótt

Brynja skordal, 27.3.2008 kl. 23:05

7 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Góða nótt elsku MillaHearts

Róslín A. Valdemarsdóttir, 27.3.2008 kl. 23:42

8 Smámynd: Tiger

  Já, hann Magnús Teitsson er góður en ekki er síðri hún "katrín" með tólin ... alltaf gaman að lesa þig fyrir svefninn Milla mín, alger skyldulesning.. Knús á þig og ljúfa drauma.

Tiger, 28.3.2008 kl. 03:36

9 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Góðan dag mín kæra, hef haft svo mikið að gera undanfarið í skattinum að ég hef ekki haft tíma til að lesa kvöldsögurnar, en þær eru alltaf jafn skemmtilgar :)

Guðborg Eyjólfsdóttir, 28.3.2008 kl. 06:43

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir innlitin. Mig dreymir ætíð vel, því englarnir mínir vernda mig.
 Tiger míó.
Maður hefur nú ekki alltaf þann tíma sem maður vill Guðborg mín
Þið eruð yndisleg öll sömum eigið þið góðan dag.all.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.3.2008 kl. 06:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband