Til starfsfólks, afar brýnt að lesa.
28.3.2008 | 06:53
VEGNA ÓÞARFA FJARVISTA STARFSFÓLKS FRÁ VINNUSTÖÐUM,
HAFA EFTIRFARANDI REGLUR VERIÐ SETTAR.
VEIKINDI.
Engin afsökun, við munum ekki lengur taka læknisvottorð sem
sönnun, þar sem við erum sannfærðir um að ef þú sért fær um
að fara til læknis munt þú einnig geta unnið.
DAUÐI ANNARRA.
það er engin afsökun. Það er ekkert sem þú getur gert fyrir þá.
Við erum vissir um að eimhver annar geti séð um málið.
Samt sem áður, ef þú getur séð til þess að útförin fari fram
síðdegis, munum við gefa þér frí í eina klukkustund,
ef verk þitt er komið svo langt að það geti haldið áfram hindrunarlaust.
SJÚKRAHÚSLEGA __ UPPSKURÐIR:
Við erum ekki lengur fylgjandi svoleiðis föndri.
Við óskum að bæla hverja hugsun um að þú þurfið að gangast
undir uppskurð . Við réðum þig með öllu sem í þér er og sé
eitthvað numið brott ert þú sannarlega minna
en við sömdum um.
DAUÐI ÞINN EIGIN.
Þetta mun vera tekið til greina sem afsökun, en þér ber að
tilkynna það með tveggja daga fyrirvara,
svo að við getum þjálfað annan mann í þitt starf.
MÆTINGAR.
Farið er fram á að fólk fari snemma að sofa þegar
vinnudagur er að morgni og noti tíman vel til að SOFA.
Mætið síðan þvegin og snyrt og í góðu skapi að morgni.
SNYRTING.
Að sjálfsögðu er miklum tíma eitt á snyrtiherberginu.
Framvegis verður farið eftir stafrósröð, þannig að
þeir sem bera nafn sem byrjar á A fari kl 9.15 til 9.30 o.s.frv.
Ef þú ert ekki fær um að fara á þínum ákveðna tíma,
verður þú að bíða næsta dags.
Starfsfólki ber að fara eftir reglunum.
Þessar reglur hanga örugglega uppi á öllum vinnustöðum,
en mig langaði samt aðeins að minna á þær.
Kveðja Milla.
Athugasemdir
Já en erum við ekki orðin lagin við að horfa fram hjá reglum og lögum allavega sumir, þó við séum fullkomnar, sætust.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.3.2008 kl. 07:20
Góð í dag!!!!
Ía Jóhannsdóttir, 28.3.2008 kl. 08:59
hahah vandlifað segiði........
Solla Guðjóns, 28.3.2008 kl. 09:04
Vandlifað í þessum heimi
Hafðu það sem best Ljúfan
Kristín Gunnarsdóttir, 28.3.2008 kl. 09:28
Helga mín, Jú þetta er flott hjá þér, þetta er að sjálfsögðu það sem allir eiga að gera, stjórna sínu lífi sjálfir, og láta hjartað ráða.
Aðrir verða líka að gera sér grein fyrir því að þeir geta ekki stjórnað öðrum. Að vera í kröfulausu sambandi við sína er nauðsynlegt og vera það án þess að fá samviskubit, en fulla virðingu ber að hafa á báða bóga, ef þú sínir virðingu og setur mörk þá byrja aðrir í kringum þig að breytast líka.
Gangi þér vel Helga mín og vertu dugleg að létta af þér farginu.
Þú ert ávallt velkomin með spurningar.
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.3.2008 kl. 10:13
Já það er vandlifað í þessum heimi og í öllu.
Eigðu góðan dag Milla mín
Kristín Katla Árnadóttir, 28.3.2008 kl. 10:49
hver skyldi hafa samið þessa vinnureglur Hafðu góða helgi mín kæra
Brynja skordal, 28.3.2008 kl. 11:15
Já já það er vandlifað og þó, samið vinnureglurnar?
örugglega einhver karlmaður. Góða helgi sömuleiðis.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.3.2008 kl. 11:45
Verður ekki að hafa þetta á pólsku líka
Erna, 28.3.2008 kl. 13:04
Erna jú og öllum öðrum tungumálum.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.3.2008 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.