Kartöfluréttir og fleira.

Mikið hefur verið rætt um kartöflur og nýtingu þeirra
undanfarna daga, spruttu þær upp vegna krepputals
okkar hérna á blogginu.
Við þurfum nú ekki að kvíða uppskriftaleysi.
Rakst á það í blöðunum í gær að kartöflubændur hefðu
verið að gefa út uppskriftabækling.
Þar skilst mér að gegni ýmsa grasa, svosem
kartöflubrauð, og hátíðar súkkulaðikartöflukökur.
Haldið að það sé flott?
Í Fréttinni segir að bændur séu að bjóða upp á
21 aldar rétti úr þessum góða mat.
Kartöflur hafa verið ræktaðar í 250 ár á Íslandi.
Ár kartöflunnar er árið 2008 árið er haldið til að minna fólk
á mikilvægi  hennar og er hún ein af grunnfæðutegundum
heimsins, SKO var einhver að tala um fátækra mat.
Það sem meira er að þessi bæklingur er frír,
alveg satt hann kostar ekki neitt.
Þó við þolum ekki ruslpóst, tökum samt eintak.
                     kveðja Milla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Gratíneraðar kartöflur eins og ég held að þær séu gerðar;

Skorið niður kartöflur, sett í fat, helt rjóma og einu eggi út í og blandað því saman ágætlega ( ekki í blandara!!), og bæta síðan við kartöflukryddi og síson all og síðan settur gratín ostur yfir og geymist í ofni þangað til þær eru bakaðar
Ógeðslega gott! Og svo franskarnar, má ekki gleyma snakkinu heldurBounce

Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.3.2008 kl. 13:32

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Flott hjá þér, gratíneraðar eru æðislegar og líka franskar.

Knús kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.3.2008 kl. 14:16

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég gleymdi alveg ; KNÚSBeating Heart

Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.3.2008 kl. 14:19

4 Smámynd: Brynja skordal

Hér verður soðin ýsa með miklum kartöflum í kvöld

Brynja skordal, 28.3.2008 kl. 14:59

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Líst vel á þetta en hvar ætli sé hægt að nálgast svona bækling?

Huld S. Ringsted, 28.3.2008 kl. 15:31

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þeir eiga að liggja frammi í verslunum í hverju bæjarfélagi,
kannski eru þeir veðurtepptir í Reykjavík?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.3.2008 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband