Maður hefur nú heyrt þetta áður.
28.3.2008 | 15:46
Maður hefur nú heyrt þetta áður, að menn ætli að þrýsta
á ríkisstjórnina í þessu málinu sem og hinu.
Gæti maður ekki talið upp allmargar rullurnar þar sem
forsprakkar eldri borgara og öryrkja taka í hendur þeim
sem ætla að gera svo góða hluti fyrir láglaunafólkið.
Aldrei hefur neitt staðist í þeim málum sem og öðrum.
Það sést best á því að reiknað hefur verið út að einstaklingur
þarf að hafa 226.000 kr. á mánuði til að lifa.
En talað er um að lífeyrisþegar hafi um 100.000. kr.á mánuði.
Er þetta mögulegt, er hægt að bjóða þegnum landsins upp á þetta,
vilja þessir hálaunamenn sem stjórna þessari óstjórn lifa af
launum þessum.
Ég skora á þá að gera það, nei þeir gætu það ekki,
mundi ekki einu sinni duga fyrir bensíni eða olíu á bílana þeirra.
Ég skora á forsprakka okkar lífeyrisþega að standa sig í stykkinu.
Mannsæmandi laun fyrir okkur, annað er ekki í boði.
Eldri borgarar og öryrkjar vilja líka 18 þúsund krónur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er skammarlegt hvernig komið er fram við aldraða og öryrkja í þessu landi!
Huld S. Ringsted, 28.3.2008 kl. 17:28
Hehehe ... það held ég að margur þingmaðurinn og ráðherrann færi að hágráta ef hann neyddist til að lifa á þeim launum sem öldruðum og öryrkjum er skaffaður við nögl yfir mánuðinn. Málið er náttúrulega að hinir háu herrar myndu aldrei geta lifað á þeim lúsalaunum - það getur enginn - en samt verða hinir lægra launuðu að sætta sig við þetta óréttlæti og þessa niðurlægingu. Mér finnst það það ætti skilyrðislaust að sjá til þess að aldraðir og öryrkjar fái mannsæmandi laun .. ekki eftir ár eða eftir fimm ár eða tíu ár - heldur núna strax! Góðar pælingar Milla mín...
Tiger, 28.3.2008 kl. 17:56
Sigríður mín ég skora á þá, en veit að það er tilgangslaust því þetta eru bara leppar og rebbar.
Já Huld mín það er skammarlegt, ég veit allavega með mína yndislegu móðir, hún er að fá einhverja skíta-vasapeninga hún er á sjúkraelliheimili
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.3.2008 kl. 18:13
Tigercopper míó, já þeir færu að hágráta því ekki geta þeir bjargað sér á lágum launum því þeir hafa aldrei þurft þess.
Ég er ein af þessum láglaunuðu svo ég veit alveg hvað ég er að segja,
það er aldrei hægt að leifa sér neitt, en ég er ekki að kvarta því það slítur manni bara út, ég var svo lánsöm að fæðast með gott skap og aðlagast aðstæðum sem ég þarf að búa við, ég elska lífið og hef alltaf gaman. En af hverju þarf fólk að líða þessa niðurlægingu?
Það ætti að fara með þetta fyrir alþjóðadómstól, og sjá hvað kæmi út úr því. Takk fyrir þín skrif knúsarinn minn.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.3.2008 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.