Fyrir svefninn.

Hjón á Vesturlandi höfðu átt einn son nokkru eftir
að þau giftust. Svo liðu 18 ár,
að þeim varð ekki barna auðið. þá fæddist þeim mær,
Hún var svo lasburða og ómáttug, að yfirsetukonan
þorði ekki annað en að skíra hana skemri skírn.
Eins og siður er til, fór yfirsetukonan og tilkynti presti
þetta, en þar sem hún var flumbra mikil og fljótfær,
þorði prestur ekki annað en að grenslast eftir,
hvernig hún hefði framkvæmt skírnarathöfnina.
>> Jeg skírði barnið í nafni föðurins og heilags anda.<<
>>En hvað var um soninn?<< spurði presturinn.
>> sonurinn,<< svaraði yfirsetukonan,
>> hann var uppi á reykjum að sækja naut.<<

Davíð Á Jódísarstöðum í Eyjarfirði var hreifur af víni.
þar á bænum var stúlka gjörvileg og dálítið fín með
sig, og fór Davíð að stríða henni.
Hann kvað þessa vísu við hana:

                     Silfurbeltis göfug Gná,
                     girnd ei sveltu mína.
                     Hórdóms velt ég öldum á
                     upp í keltu mína.

Þegar drykkinn þraut.

                     Ég við mína sálu sver,
                     --síst skal undan hopa:
                     Glaður é til fjandans fer
                     eftir whiskydropa.

                                    Góða nótt.Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

GÓÐA NÓTT ELSKU MILLA MÍN!Beating Heart

Róslín A. Valdemarsdóttir, 2.4.2008 kl. 20:23

2 Smámynd: Erna

Ertu farinn að sofa strax Milla mín? . Ég býð þér góða nótt.

Erna, 2.4.2008 kl. 20:41

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég missi alltaf af þér loksins þegar ég kemst á bloggið!!

Góða nótt Milla mín

Huld S. Ringsted, 2.4.2008 kl. 21:35

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Alltaf góð GN 

Ásdís Sigurðardóttir, 2.4.2008 kl. 21:36

5 Smámynd: Brynja skordal

Góða nótt Milla og sofðu rótt

Brynja skordal, 2.4.2008 kl. 21:52

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góða nótt elsku Milla mín alltaf svo  svo góð. knús í nóttins.

Kristín Katla Árnadóttir, 2.4.2008 kl. 23:43

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir innlitin snúllu dúllur mínar, þið eruð bestar.
                                 Knús inn í daginn.
                                       Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.4.2008 kl. 07:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband