Álver og annar ljótur og mengandi atvinnuvegur.

Það er svolítið undarleg umræða sem skapast,
er reisa á Álver eða annan stóriðjuatvinnuveg.

þegar er byrjað á að hafa allt á hornum sér, allir vita betur
en þeir sem vilja skapa atvinnuveginn.
Álver t.d. hafa margþætt neikvæð áhrif á byggðirnar,
þau eru, sjón og umhverfis mengandi, þau skapa allskonar glundroða í
svokallaðri menningu bæjanna, það flytur inn allskonar óæskilegt fólk.
Og ég spyr hvað er óæskilegt fólk? Erum við fullkominn Íslendingar?
Nei við erum það ekki, frekar en aðrar þjóðir.
Við verðum bara að leysa það eins og allt annað.

Þetta með mengun og ljótleika sem stafar frá stóriðju.
Ég man nú þá tíð þegar bræðslurnar voru reistar,
liggur við inn í bæjum og þorpum landsins, þvílíkur sóðaskapur,
ólikt og mengun og ekki var fegurðinni fyrir að fara.
Kvartaði einhver? Nei fólk talaði um peningalykt.
Yfirleitt var það þannig að ekki var komandi nálægt þessum stöðum
fyrir slori og öðrum sóðaskap, og maður var að kafna úr súrefnisskorti
þvílík var mengunin.
þó í tímana rás hafi verið gerðar kröfur um mengunarvarnir og þrifalegra
aðgengi.
Ekki er ég að setja út á þessa tíma stóriðju, því hún skapaði okkur
þá vinnu sem við þurftum til að lifa.
Og það var líka gaman að lifa þessa tíma, þess vegna hlakka ég til að sjá
líf á ný í okkar kæra Norðurþingi, og skora ég á þá sem út á setja í stórum
stíl að hætta þessari neikvæðni.
                                                       Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.4.2008 kl. 12:52

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús á þig Jenný mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.4.2008 kl. 12:59

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Álver eru ljót og menga náttúrufegurðina!

KÆRLEIKSKNÚS á þig Milla

Róslín A. Valdemarsdóttir, 4.4.2008 kl. 13:14

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Má ég þá frekar biðja um álver en loðnubræðslu

Huld S. Ringsted, 4.4.2008 kl. 13:15

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hann pabbi minn fæddist nú í Bakka fjörunni, eða réttara sagt í húsi sem þar stóð, tóftirnar sjást enn. Honum er þessi staður mjög kær, en samt setur hann sig ekki upp á móti álveri þarna, atvinnan er fyrir öllu segir sá gamli.  Mig langar að segja þér að Óskar slasaðist rétt sunnan við litla brú sem er rétt sunnar en minnisvarðinn um Einar Ben. á Tjörnesinu. "Hjá þér eru yngstu óskir hjarta míns skírðar, mín léttustu spor eru grafin í þína sanda" yndisleg setning. Kærleikskveðja norður í bæinn minn yndislega

               þín Ásdis Sig. 

Ásdís Sigurðardóttir, 4.4.2008 kl. 15:29

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís mín hann pabbi þinn er sómamaður enda vel metinn af bæjarbúum og það var hún móðir þín líka, fallegt og yndislegt fólk eins og ein kona sagði við mig.

Sigga mín takk fyrir gott innlegg

                                    Knús kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.4.2008 kl. 21:57

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Helga mín er svo sammála þér allir þurfa vinnu.
Svo maðurinn þinn á rætur hér, hvað hét tengdamóðir þí heitin?
                  Kærleikskveðjur til þín
                       Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.4.2008 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband