Til vinu minnar Ásdísar.

Elsku Ásdís mín mig langar til að segja þér að hér var 
setið í hádegissnarli,
tengdasonur minn  Ingimar Eydal Óskarsson og við gamla settið.
Fór ég þá að segja honum frá skrifum þínum um það er Óskar þinn
lenti í slysinu, þegar ég var búin að ljúka máli mínu gráti nær,
sá ég að honum var líka brugðið, hann sagðist vel muna þennan
sorgaratburð, og að það hefðu allir verið harmi slegnir er
þetta gerðist.
Og hann sagði mér líka annað sem mér fannst afar merkilegt,
Íbúðin sem Íris mín var að kaupa er í húsinu Laugarholti 12.
niðri, en þið bjugguð uppi.
Um leið og við mæðgur komum inn í þetta hús fundum við
fyrir kærleikanum sem er í þessu húsi, Íris mín vissi strax að þessi
hýbýli mundi hún kaupa, það tók á móti henni opnum örmum.
Hún er flutt inn og elskar þetta nýa heimili sitt,
og hjónin uppi eru afar vingjarnleg.
Mig langaði bara til að segja þér þetta og einnig að allir muna
eftir foreldrum þínum sem voru falleg mektarhjón.
Berðu honum pabba þínum kveðju mína þó við þekkjumst ekki neitt
þá eigum við það sameiginlegt að vilja líf í Húsavíkina okkar.
                      Kærleikskveðjur til þín elsku vinkona
                                     Þín Milla.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ofsalega er þetta falleg kveðja til hennar Ásdísar okkar

Ragnheiður , 4.4.2008 kl. 22:27

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku besta Milla mín, nú gladdir þú mig mikið. Það ríkti aldrei neitt nema ástin ein í Laugarholti 12 og það er gott hús að búa í. Ég man svo vel eftir tengdasyni þínum sem ungum dreng sem átti heima í Árholtinu. Hann átti svo flottan svartan Trans Am. Það er gott fyrir mig að heyra hversu vel fólk minnist Óskars míns því hann var góður drengur. Ég hlakka til að koma norður í sumar og hitta ykkur og ég mun færa pabba kveðju þína, hann kann sko örugglega að meta það, hann elskaði mömmu mest, svo okkur dætur sínar og loks Húsavíkina sem fóstraði hann í 72 ár. Kærleikskveðja norður til ykkar allra. Merkileg tilviljun að þú skulir í dag vera tengill minn við bæinn minn kæra.  Engar tilviljanir allt er planað.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.4.2008 kl. 22:29

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís mín ekkert er tilviljun allt er fyrirfram ákveðið.
Ég hlakka líka til að hitta ykkur kæru vinir.

Ragga mín maður á að miðla því sem maður getur
allavega hefur þú kæra mín verið góð fyrirmynd í þeim málum.
                        takk fyrir mig Ragga mín
                             Þín Milla,

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.4.2008 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband