Við vitum að fiskur er bestur.
5.4.2008 | 08:21
Ja hérna, eins og maður hafi nú ekki alltaf vitað það, en það er samt gott að vita það að konur geta stjórnað vitsmunum barna sinna með fiskáti. sem sagt ef maður vill eiga miðlungsgáfað barn þá borðar maður fisk tvisvar í viku, en ef maður vill fæða af sér ofurgáfað barn þá borðar maður bara fisk í öll mál.
Þetta er virkilega umhugsunarefni fyrir verðandi foreldra, hjálpi mér allir heilagir eins og maður hafi verið að hugsa um það á meðgöngum sínum, NEI ekki aldeilis. maður hafði nú helst ekki list á neinu,
og alls ekki fiski.
Omega 3. er tiltölulega nýtilkomið efni, sem ég til dæmis tek vegna þess að maður hefur alltaf vitað að allt úr fiski er holt, það þarf enga rannsókn til að sanna okkur það, og hvað segir okkur rannsókn á 341, mæðgum eða mæðginum, það er nú frekar lítill hópur.
En þeir mega leika sér að vild þarna úti þeir eiga örugglega nóga peninga í þetta sem við eru alin upp við að vita.
Góðar stundir.
Fiskur gerir börnin greindari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já fiskur er hollur, enginn vafi á því, þegar að sonur minn var sjómaður fékk ég altaf glænýjan fisk, en ef ég hef keipt hann hjá fisksala þá er hann bara ekki góður, örugglega ekki nýr, en ég kaupi einhvern tai fisk sem algjört nammi.
Stórt knús á þig elsku dúllan mín
Kristín Gunnarsdóttir, 5.4.2008 kl. 09:07
Knús á þig á móti, já fiskur er góður við höfum líka alltaf vitað það.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.4.2008 kl. 09:20
Ýsan komin í pottinn, og vonandi bjargar því sem bjargað verður í mínum haus. Takk Milla mín bjargvættur. Læt þig frétta af árangri. Knús knús til Laugastelpnanna.
Erna, 5.4.2008 kl. 11:00
Fiskur er bara ómissandi fæða. Þegar ég gekk með gáfnaljósið hana Sollu mína þá var ég með fiskofnæmi, ældi um leið og ég reyndi að borða hann, svo lagaðist það aftur sem betur fer. Sólskinskveðja til ykkar og Húsavíkur. Knus
Ásdís Sigurðardóttir, 5.4.2008 kl. 12:05
Ekki borða ég fisk, ég er þá bara svona vitlaus!
En ég borða samt mikið af harðfisk er mér gefst tækifæri til!
KNÚS
Róslín A. Valdemarsdóttir, 5.4.2008 kl. 13:32
Róslín mín harðfiskur er bara flottur, en afhverju borðar þú ekki fisk eigandi heima á Hornafirðinum fagra.
Knús kveðjur til þín snúllan mín.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.4.2008 kl. 14:06
Ásdís mín það er eins og ég var að segja maður hefur nú ekki svo góða list þegar maður gengur með krílin sín.
Knús kveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.4.2008 kl. 14:08
Erna mín þú lætur mig vita, en ég tek nú bara æskubrunninn frá Lýsi H/F þar fæ ég auka ómega við fiskátið, ekki veitir mér af að skerpa minnið þú veist " aldurinn"
Laugaprinsessurnar eru hér núna Dóra er í fríi í dag og á morgun,
Það eru allir á fullu hjá Írisi, verið að fara á haugana, mála restina af húsinu það tekst nú varla í dag, en eins og þú veist þá eru þær snöggar systur þegar eitthvað þarf að gera, svo verður matur hjá mér í kvöld þannig að engin þarf að hugsa um það.
Ég skila kveðjunni Erna mín.
Knús kveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.4.2008 kl. 14:16
Ég var svo frekt barn ( og er enn ) að ég komst upp með að borða ekki það sem mig langaði ekki að borða, svo það þroskaðist bara þannig með mér!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 5.4.2008 kl. 14:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.