Fyrir svefninn.

Áttræð kerling kom til læknis á Akureyri.
Hún sagðist ekki vera komin vegna sjálfra sín,
heldur vegna þess, að eitthvað hlyti að vera að
bónda sínum.
Hvernig lýsir það sér?" spyr læknirinn.
,, það er nú ekki svo auðvelt að tala um það,"
segir kella hikandi. ,, En það er bara engu líkara
en hann sé orðin náttúrulaus."
,, Og hvað er hann orðin gamall?" spyr læknir.
,, Áttatíu og þriggja ára, eins og ég," svarar sú gamla.
,, Og hvenær fór fyrst að bera á þessu?"spyr læknirinn enn.
,, ja það var nú í gærkveldi,"segir hún, ,, og guð má vita,
að það var líka í morgun."

Þessa bragaþraut ( oddhendu) gerði Tómas Guðmundsson
um frænda sinn, Gunnar frá Selalæk:

                   Gunnar selur gerir svo vel
                   að ganga með deliríum
                   Í svarta éli suður á mel
                   hann situr í keliríum.

Andrés Björnson var á gangi á löngulínu í Kaupmannahöfn
og sá þar aldraða vændiskonu.
Kvað hann þá vísu þessa:

                  Fingralöng og fituþung
                  fær nú öngvan Kella.
                  Hringaspöng var áður ung
                  útigöngumella.

                                Góða nótt. Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ekki baun Búkolla mín, þurfum ekki að kvíða því.
Það hlýtur að verða fjör hjá okkur.
                 Knús kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.4.2008 kl. 22:18

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Góða nótt elsku Milla

Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.4.2008 kl. 00:24

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Aldrei skildi maður kvíða ellinni !!  GN 

Ásdís Sigurðardóttir, 6.4.2008 kl. 00:33

4 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Flottar kvöldsögur að morgni dag

Guðborg Eyjólfsdóttir, 6.4.2008 kl. 09:16

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir innlitin snúllur.
Kveðja inn í daginn
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.4.2008 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.