Strákarnir okkar.
6.4.2008 | 09:38
Það er nú hreint út sagt eina svarið sem sem
ríkisstjórnin á við þessum frábæru aðgerðum strákana okkar,
það er að sekta þá bara, þeir halda að ef þeim mæti
valdstýring í formi sektar gefist þeir hreinlega upp.
Nei nei, þeir eflast bara við það.
kröfur atvinnubílstjóra séu geggjaðar, hægan, hægan
hvað með kröfur sem gerðar eru á flutningabílstjóra?
Ég mundi nú leggja til að þeir mundu bara stoppa þar
sem þeir væru staddir, er þeir eiga að hvílast, hvar svo
sem það væri.
Eru það ekki kröfur sem ríkið gerir á þá?.
Og ég er svo hjartanlega sammála strákunum að ríkið
er ekki að bjóða hvorki þeim eða öðrum landsmönnum
ökufæra vegi, vegakerfið er til skammar, enda ætíð,
að mínu mati verið unnið fyrir aftan afturendann á sér.
Því það getur ekki verið að það sé gert gott skipulag
yfir framkvæmdir, þegar stöðugar breytingar eru gerðar
á skipulaginu.
Það væri löngu komið gott vegakerfi á Íslandi hefðu
ekki farið peningar út og suður og í eitthvað sem engin veit hvað
er nema felunefndin, aldrei fáum við að vita neitt.
Og endilega þið sem stjórnið þessu svokallaða velferðarríki
okkar, komið nú út úr glerhúsinu, opnið augun fyrir vandanum.
Og fjandinn hafi það gerið eitthvað.
Góðar stundir.
„Við erum bara sektaðir“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góðan dag elsku Milla mín og þakka þér knúsin og kærleikann sem streymir hér um allt hús.
Alveg finnst mér frábært að sjá samstöðu trukkaranna í verki og vildi gjarnan geta leitað til þeirra með samstöðu á óréttlæti og arðráni á bláfátæku fólki, sem getur ekki borið hönd yfir höfuð sér hvað þá mætt í mótmælagöngur. Sussumsuss það er svo margt að hérna, þó þykjast þeir alltaf vera að bæta samfélagið alþingismennirnir og borgarstjórnin alveg ráðalaus líka í ruslinu.
Fólkið verður að rísa upp og kingja ekki öllu sem boðið er uppá!
Dríf mig í göngu. Vona að þinn sunnudagur verði yndislegur.
Eva Benjamínsdóttir, 6.4.2008 kl. 11:26
Sigga mín það eru sko allir orðlausir sem skilja hvað um er að vera á annað borð, ríkið selur lög, sem svo ekki er hægt að fara eftir, vegna þess að það er engin stuðningur við lögin yfirhöfuð.
Við eigum bara að bjarga þessu eins og ævilega. Svei attan!
Það verður fallegur dagur hjá okkur í dag
og er ég þakklát fyrir það.
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.4.2008 kl. 11:31
Ég er algerlega sammála þér Milla mín. Ráðamenn þurfa að fara að rísa upp af rassgatinu og gera eitthvað af viti svona til tilbreytingar. Vegamál eru sannarlega ekki neitt til að hrópa húrra fyrir og er þar ýmislegt sem mætti vera betra. Nóg er af pening sem þeir taka af okkur í formi skatta og gjalda af bensíni og olíu, því nota þeir ekki þá peninga til að bæta samgöngur? Þetta er lélegt batterí sem stjórnað er af fólki sem kann ekki sitt fag greinilega.
Knús á daginn þinn Milla mín og eigðu brilljant viku framundan!
Tiger, 6.4.2008 kl. 11:34
Eva mín það er að okkur vegið, þeir þykjast vera að gera okkur svo rosalega gott, en hlálegt er það sem ég fékk svart á hvítu í gær,
að húsaleigubæturnar lækkuðu hjá fólki að því að lífeyririnn hækkaði,
en svo eiga húsaleigubæturnar að hækka 1 júlí, en þá eru þeir búnir að taka af fólki þá hækkun, og þetta er allt svona hjá þessu blessaða ríki gæti á þá, en mun samt senda þeim guðsblessun, að því að þetta eru svo góðir menn sjálfur hvenær ætla þeir að breytast. Auðvitað verðum við að standa á okkar réttlæti.
Knús kveðjur Eva mín Þín frænka Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.4.2008 kl. 11:41
Tiger míó, þú hefur rétt fyrir þér að vanda og erum við ofursammála um þessa hluti, þeir eru búnir að hirða af okkur allskonar skatta sem hafa átt að fara í vegakerfið, nota bene ef þeir hafa gert það og ekki dugað til þá átti bara að bæta við.
maður tapar nefnilega peningum á því að klára ekki fljótt og vel það sem hafist er handa við.
Og svo eru þessir menn í glerhúsunum aldrei að hugsa um hag okkar,
bara um fjandans afturendann á sjálfum sér, því þeir hafa ekkert víðsýni fyrir okkar hönd.
manni verður nú bara flökurt.
Knús kveðja Míó míó. Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.4.2008 kl. 12:08
Ég segi eins og Sigga orð laus yfir þessu.
Eigðu góðan dag Milla mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 6.4.2008 kl. 13:30
Sömuleiðis katla mín.
eigðu góðan dag.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.4.2008 kl. 14:27
Einar finnst þér ekki að lög á Íslandi séu oft sett án þess að hugsa um afleiðingarnar af þeim.
Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.4.2008 kl. 14:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.